Sparikrukkan – vika 44

panta-bok-fritt

Kæru vinir,

Nú er vika 44 og við setjum 4.400 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 99.000 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að segja já við aukavinnu. 

Fíllinn í postulínsbúðinni

Stundum er vitnað í dæmisöguna um fílinn í postulínsversluninni þegar talað er um fólk í erfiðri stöðu. Þegar fíllinn er að komast úr út versluninni er óhjákvæmilegt að hann valdi einhverjum skaða þegar hann reynir að snúa sér við eða bakka. Þegar við uppgötvum fjárhagsvanda okkar líður okkur stundum eins og fílnum.

Þegar við upplifum að við erum á óþægilegum stað, til dæmis fjárhagsvanda sem við eigum erfitt með að leysa, er það oft þannig að þegar við erum að koma okkur út þá rekumst við á eitthvað og völdum skaða. Fæst viljum við valda meiri skaða og því verða það varnarviðbrögð að reyna að hreyfa sem minnst við umhverfinu. En þegar við erum í aðstæðum sem við þekkjum ekki vel og og höfum lítla yfirsýn á þá eykst hættan á að við þorum ekki að gera neitt. Við hreyfum okkur ekki því við vitum að við rekum rassinn í eitthvað og það brotnar.

Leiðin út úr fjárhagsvandanum (postulínsversluninni okkar) er að fá leiðsögn. Bæði til að geta snúið við með sem minnstum skaða og til að geta beðið aðra um að passa viðkvæma hluti svo við getum snúið við. Góður stuðningur veitir okkur líka kjark til að biðjast fyrirgefningar á þeim skaða sem við völdum.

Ekki geyma það að laga vandann. Fáðu aðstoð til að auðvelda vinnuna.

bokhaskoalprent-ofan-post