Sparikrukkan – vika 42

bok-ofan-post

Kæru vinir,

Nú er vika 42 og við setjum 4.200 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 90.300 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að segja já þegar þér er boðin/n peningur að gjöf. 

Að kvarta yfir peningastöðunni en breyta engu

Við getum öll séð fyrir okkur leiðir til að bæta fjárhagslega stöðu okkar. Við höfum ákveðnar hugmyndir um það hvernig bankinn ætti að hjálpa okkur eða hvernig við getum fengið aukatekjur í aukavinnu. Við segjum sögur af því hvernig einhver eða eitthvað hindraði okkur í að ná markmiðum okkar og hvernig það skaðaði okkur. En allar áætlanir og markmið eru til einskis ef þau eru bara sögur og umtalsefni. Við þurfum að framkvæma.

Settu þér markmið að framkvæma það sem þú talar um í fjármálunum þínum. Ef það er óframkvæmanlegt þá þurfum við að setja fókusinn á aðrar leiðir til að bæta fjárhagsstöðuna okkar.

Án framkvæmdar er besta ráðið bara góð hugmynd

panta-bok-fritt