Sparikrukkan – vika 38

bok-ofan-post

Kæru vinir,

Nú er vika 38 og við setjum 3.800 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 74.100 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að keyra hægar

Of miklar áhyggjur af peningum

Það er ekki gott að fylgjast ekkert með daglegum fjármálum okkar – en það er heldur ekki gott að hafa sífelldar áhyggjur af fjárhagsstöðunni. Kvíði og stöðugar áhyggjur af fjármálum geta líka skaðað fjármálin okkar þar sem við hættum að hugsa skipulega um þau og erum líklegri til að taka óskynsamlegar ákvarðanir sem byggjast á áhyggjum frekar en upplýsingum.

Allar upplýsingar hjálpa okkur að fá betri yfirsýn yfir fjármálin. Ef við höfum áhyggjur þrátt fyrir nægjanlegar upplýsingar er nauðsynlegt að ráðfæra sig og tala við einhvern um stöðuna. Samtal við nákominn vin eða ættingja getur skipt öllu máli. Jafnvel þótt viðkomandi sé ekki sérfróður um fjármál getur samtal um áhyggjurnar róað tilfinningar þínar og veitt þér tækifæri til að taka yfirvegaðar ákvarðanir.

Untitled-1