Sparikrukkan – vika 37

namskeid

Kæru vinir,

Nú er vika 37 og við setjum 3.700 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 70.300 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að heimsækja vini og ættingja

Að eiga góða vini og ættingja getur sparað okkur pening vegna þess að umgengni við gott fólk er líklegt til að létta lund og auka jákvæðni.

Og þegar við eru glöð og jákvæð eyðum við öðrvísi en þegar við erum niðurdregin og óhress. Þegar við erum jákvæðari þá setjum við okkur skýrari og raunhæfari markmið, við erum sjálfsöruggari, við erum skipulagðari og við erum viljameiri og höfum meira úthald.

Þess vegna er það sparnaður að umgangast gott fólk. Að auki getur það verið ódýrt, jafnvel ókeypis að vera innan um vini og ættingja.

Þegar þú last greinina hér að ofan er líklegt að einhver góður vinur eða ættingi kom upp í huga þinn – Hringdu í viðkomandi.

namskeid