Sparikrukkan – vika 33

Untitled-1

Kæru vinir,

Nú er vika 33 og við setjum 3.300 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 56.100 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að gera verðsamanburð.  Ekki kaupa alltaf fyrstu vöru sem þú sérð. Fylgstu með því hvað sambærilegar vörur kosta og veldu ódýrari vöruna þegar þú sérð hana. Notaðu dýrari vöruna sem verðlaun fyrir góða frammistöðu. Til dæmis kaupa dýrara kjöt eftir að hafa keypt það ódýra í einhvern tíma.

Vera ýmist aðgerðalaus eða ofvirkur í fjármálum

Allir eru óákveðnir einhvern tíma. En óákveðni getur orðið óeðlilega mikil og hindrað okkur og haft skaðleg áhrif á daglegt líf.  Það eru endalausir möguleikar á hvernig óákveðni hefur áhrif á daglegt líf. Allt frá því að „gleyma“ að gera eitthvað sem þér þykir erfitt að framkvæma til þess að samþykkja eitthvað sem þú munt svo aldrei framkvæma. Of eða van hegðun á rætur að rekja til samskiptaleysis og skaðar allt skipulag og yfirsýn okkar. Með því að tala ekki um fjármálin við maka okkar, vera ekki í samskiptum við lánastofnanir, opna ekki gluggaumslög og almennt einangra okkur verður sífelt erfiðara fyrir okkur að taka ákvarðanir.

Ef þú upplifir ýmist aðgerðaleysi eða ofvirkni í fjármálum þínum skaltu gefa þér tíma til að tala við einhvern um hvað er raunverulega að trufla þig og hvernig þér líður.

Untitled-1