Sparikrukkan – vika 29

Untitled-1

Kæru vinir,

Nú er vika 29 og við setjum 2.900 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 43.500 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að nota skoða strimilinn. Til langs tíma má spara umtalsverðar fjárhæðir með því að skoða strimilinn.  Því miður er oft munur, jafnvel mikill, á hilluverði og á strimli.

Viljaleysi og fjármál

Við kaupum mest af ónauðsynjum þegar við finnum fyrir stressi, máttleysi og reiði. Við finnum að viljastyrkur okkar minnkar og undir slíkum kringumstæðum eigum við erfiðara með að standast freistingar. Við gefumst frekar upp fyrir skyndilausnum til að losna við erfiðar tilfinningar.

Við teljum mikilvægast að kunna að bregðast við áhrifum tilfinninga og hugarfars. Við teljum það mikilvægara en að geta sett markmið og mælt árangur. Tilfinningar geta haft meiri áhrif á viljastyrk en flest annað. Þegar við erum of orkulaus til að framkvæma og ná markmiðum og þá gefumst við upp fyrir gamalli hegðun eða skyndilausnum.

Lausnin er að vera almennt vakandi fyrir því hvað er gott fyrir okkur til að við verðum ekki orku- eða viljalaus. Þá tileinkum við okkur góðan svefn og hollan mat. Nægur svefn er besta meðalið gegn álagi og stressi og hollur matur er besta orkan sem líkami okkar getur fengið. Það er líka mjög gott að minnka kaffidrykkju og drekka meira vatn. Það er líka mikilvægt að eiga góða vini og ættingja sem veita okkur næga hvatningu og stuðning sem dugar til að halda áfram að vinna að markmiðum.

bokhaskoalprent-ofan-post