Sparikrukkan – vika 20

bok-ofan-post

Kæru vinir,

Nú er vika 20 og við setjum 2000 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 21.000 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að kaupa jóla- afmælis- og tækifærisgjafir á tilboðum yfir allt árið. Margir eru með hillu uppi í skáp þar sem þau safna tækifærisgjöfum sem þau hafa keypt á útsölum og tilboðum sem verslanir veita yfir allt árið.

Fókusinn á daginn í dag

Þegar við endurskipuleggjum fjármálin okkar er best að setja sér langtímamarkmið sem við munum stefna að en setja síðan aðalfókusinn á hvað þú ert að gera þessa viku. Við fylgjumst með fjármálunum í eina viku og skráum allt niður. Síðan förum við yfir fjármálin og endurskoðum hvað við gerðum og berum saman við markmiðin okkar. Síðan er fókusinn settur á næstu viku.

Með þessu móti getum við brugðist strax við ef við erum ekki að gera rétt eða stefnum í ranga átt. Einnig getum við brugðist strax við ef upp koma skyndileg og óvænt fjárútlát.

Sparikrukkan er ekki stór sjóður í dag en mun stækka hraðar á næstu mánuðum. Athugaðu hvort sparnaðurinn í Sparikrukkuna geti stutt við markmiðin þín. Athugaðu hvort þú viljir breyta sparnaðinum til að geta betur stutt við markmiðin þín.

Við minnum á facebook síðu okkar og biðjum ykkur að deila henni meðal vina.

Untitled-1