Sparikrukkan 2017 – vika 8

panta-bok-fritt

Kæru vinir,

Nú er vika 8 og við setjum 800 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 3600 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að borða afganga. Kvöldmaturinn í gær gæti verið ágætis skyndibiti í hádeginu í dag og fljótlegir afgangadagar geta verið dagana þegar við höfum lítinn tíma til að elda.

Dýr þjónustugjöld bankanna

Hávær umræða hefur verið í sparnaðarsamfélaginu um fjölgun og hækkun þjónustugjalda banka og fjármálafyrirtækja og ég hef fengið spurningar um hvernig við spörum þessi gjöld. Hér eru nokkur góð ráð.

Kynntu þér gjaldskrá bankans  Misjafnt er hvernig bankarnir rukka fyrir þjónustu. Það eru til dæmis ekki færslugjald þegar þú tekur út pening í hraðbanka en bankar eru byrjaðir að rukka fyrir afgreiðslu gjaldkera.

Fækkaðu ferðum í bankann Við mælum með að viðskiptavinir bankanna skipuleggi betur fjármál sín og minnki þannig samskipti og viðskipti við bankana. Þannig lækkum við kostnaðinn okkar. Notaðu hraðbanka eins mikið og þú getur.

Segðu upp þjónustu sem þú getur gert sjálf/ur ókeypis  Margir nýta sér greiðsluþjónustu og boðgreiðslur til hagræðingar. Með því að taka saman yfirlit yfir allar greiðslur og hugsa um þær sjálf þá getum við sparað umtalsverðan kostnað á ári, og lært meira um eigin fjármál.

Greiddu á eindaga  Gættu þess að gleyma ekki að borga reikningana þína. Farðu í netbankann og fylgstu með gjalddögum og eindögum og gættu þess að greiða reikningana á réttum tíma til að forðast aukakostnað.

Geymdu debitkortið Það eitt að nota ekki debitkort getur sparað tugi þúsunda á ári – bara í færslugjöldin.

Taktu út pening fyrir vikuna Notaðu verkefni Skuldlaus.is til að finna út hvað ein vika kostar að jafnaði. Taktu út pening sem dugar fyrir vikuna. Geymdu svo debitkortið og sparaðu þér færslugjaldið með því að staðgreiða í verslunum.

Við tökum stjórn  Með því að nýta þessar hugmyndir þannig að þær spari okkur peninga þá erum við að taka meiri stjórn á fjármálunum okkar. Líklegt er að stress og álag minnki þegar við fáum meiri þjálfun og reynslu í að gera þetta sjálf.

namskeid