Sparikrukkan 2017 – vika 7

namskeid

Kæru vinir,

Nú er vika 7 og við setjum 700 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 2800 krónur í krukkunni.

Nýjar venjur

Um síðustu áramót settum við mörg okkur áramótaheit sem breytt gætu daglegu lífi, til dæmis að fara í ræktina, hætta að reykja, eða að spara pening. Þótt viljinn sé mikill þá er líklegt að mörg okkar séu að gefast upp eða jafnvel hætt aðeins nokkrum vikum eftir að við byrjuðum.

Ástæðan er að daglegt líf er meira venjan en úthugsað skipulag. Tökum dæmi. Hvað gerðir þú þegar þú vaknaðir í morgun? Byrjaðir þú á því að fara yfir í huganum í hvernig þú ætlar að hefja daginn? Eða fórstu bara á fætur, og án þess að hugsa út í það gerðir allt sem þú gerir venjulega þegar þú vaknar?

Venjurnar hindra okkur í að halda áramótaheitið. Við gerum „óvart“ það sem við erum vön að gera og gleymum að gera nýju venjurnar, fara í ræktina, ekki reykja, eða spara. Suma daga erum við þreytt eftir erfiðan dag og þá finnum við mjög sterka tilfinningu að gera ekki það sem við ákváðum að gera heldur gera það sem við erum vön að gera.

Venjur okkar eru þægindi, þægindi við að gera það sem við þekkjum og gerum án umhugsunar. Þegar við breytum venjum okkar erum við að fara út úr þægindunum okkar og í eitthvað sem veldur ójafnvægi í daglegum athöfnum, stundum óöryggi og í versta falli kvíða. Það er því stundum erfitt að standast freistinguna að hafa það gott í stað þess að klára erfiðið, ná settum árangri í ræktinni, ekki reykja, eða safna pening í stað þess að eyða honum í langanir.

Við sækjum í þægindin bæði þegar okkur gengur erfiðlega og líka þegar vel gengur. Eins og ung kona orðaði það: „Þegar það gengur illa þá langar mig að gefast upp en þegar mér gengur vel þá langar mig að verðlauna mig strax“.

Til að halda út markmið okkar og áramótaheitið þá þurfum við að eiga mörg skammtímamarkmið sem gefa okkur lítil verðlaun á leiðinni að stóra markmiðinu. Vikuleg markmið í ræktinni, eitthvað gott í staðinn fyrir að reykja, og nýta hluta af sparnaðinum til að veita okkur verðlaun. Við náum öllum okkar markmiðum með skipulagi. Æfingaprógram, verðlaunaprógram gegn reykingum, og fjárhagsáætlun fyrir sparnaðinn.

Ekki geyma sparnaðinn. Leggðu pening til hliðar strax í dag. Skráðu þig í sparikrukkuna og fylgdu okkur allt til áramóta.

Við minnum líka á facebook síðu okkar og biðjum ykkur að deila henni meðal vina.

namskeid