Sparikrukkan 2017 – vika 6

bok-ofan-post

Nú er vika 6 og við setjum 600 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera 
samtals 2100 krónur í krukkunni.

Heilsa og fjármál

Um hver áramót setja margir sér ný markmið eins og bætt heilsa, meiri hreyfing og hollara mataræði. En lífstílsbreytingar eru oft erfiðar af tveim ástæðum, það þarf að venjast nýjum venjum varðandi hreyfingu, mataræði og hugarfarinu að hugsa heilsusamlega en innkaupavenjur okkar breytast líka. Þegar við erum vön að fara út í búð og kaupa það sem okkur líkar best þá erum við sjaldan að hugsa um verðið – við bara setjum mjólk, brauð og kex í körfuna. En þegar við byrjum í nýja heilsuátakinu þá skoðum við ekki bara heilsuvörurnar heldur hvað þær kosta. Og þá verðum við vör við hvað allt er dýrt. En eru heilsuvörurnar dýrari?

Með skipulagi þá getum við fylgst með verðum og hvort við erum að eyða meira eða minna í nýja lífstílinn okkar. Við þurfum ekki alltaf að fylgja því sem aðrir gera heldur getum við byrjað að raða saman okkar eigin heilsufæði byggt á bæði innihaldslýsingum og verðum. Það gæti því verið góð leið að samtvinna þessi tvö átök okkar, heilsuátakið og fjármálaátakið. Bæði krefjast yfirlits og markmiða og því gæti verið auðvelt að venjast báðum verkefnum á sama tíma – vera hollur og hagsýnn.

Prófaðu að sækja útgjaldaforritið okkar (excel) og byrjaðu strax í dag að fylgjast með hvort heilsuátakið getið vetið hagkvæmt líka.

 

Untitled-1