Sparikrukkan 2017 – vika 5

panta-bok-fritt

Kæru vinir,

Nú er vika 5 og við setjum 500 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 1500 krónur í krukkunni.
Frá því við settum fyrsta 100 kallinn í krukkuna höfum við fimmtánfaldað eign okkar á fimm vikum.

Nú er að hefjast nýr mánuður og mínar fyrstu spurningar til þín eru: Náðir þú endum saman? Gast þú greitt fyrir allt í janúar án þess að taka lán eða nota kreditkort?

Ef svarið er já við þessum spurningum þá hvet ég þig að gera enn betur í febrúar. En ef svarið er nei við annarri hvorri spurningunni þá er nauðsynlegt að fara yfir af hverju útgjöld voru hærri en tekjurnar í janúar.

Nú höfum við safnað saman og skráð öll útgjöldin okkar í einn mánuð og nú eigum við til upplýsingar um hvað það kostar að vera við í einn mánuð. Þegar við förum yfir listana sem við höfum skráð þá getum við oft séð strax hvað veldur því að við náum ekki endum saman. Í mörgum tilfellum erum við að greiða ófyrirséð útgjöld eins og tannlækningar eða viðgerðir á bíl, og einnig er algegnt að við vorum búin að gleyma einhverjum útgjöldum, eins og að halda afmæli, eða kaupa gjöf handa einhverjum. Hver sem ástæðan er þá á ég aðeins eitt ráð handa þér. Þú skipuleggur fjármálin og býrð til sjóði.

Sjóðir eru einföld leið til að skipuleggja hvað við ætlum að gera við peningana okkar. Neyðarsjóður greiðir tannlækningar, bílasjóður greiðir viðgerðir og viðhald bílsins, gjafasjóður greiðir gjafir, ferðasjóður ferðalög, og svo framvegis. Margir spyrja hvernig á að safna í svona marga sjóði þegar við eigum engan pening aukalega. Við eigum nú þegar upplýsingar um sjóðina okkar en við erum bara ekki að skipuleggja þá. Fjármálin okkar eru líklegast bara einn sjóður, peningur sem kemur til okkar og peningur sem fer.

Hvert fer peningurinn? Leggðu saman hve mikið fór í mat í janúar. Það er matarsjóðurinn fyrir febrúar. Leggðu saman hve mikið fór í húsnæði í janúar. Það er húsnæðissjóðurinn þinn fyrir febrúar.  Ekki taka með þær vörur eða þjónustu sem greitt var fyrir með láni eða kreditkortum. Við viljum bara sjá hvað þú staðgreiddir í janúar.

Þegar þú hefur flokkað útgjöldin í janúar í sjóði þá skaltu ákveða að svona munir þú nota peningana þína í febrúar. Þá ákveðum við að matarsjóður sé sá peningur sem má nota til að kaupa mat, húsnæðissjóður í húsnæði og svo framvegis. Við gerum okkar besta til að halda þessari áætlun og nota bara þann pening sem til er í hverjum sjóð til að kaupa þá vöru eða þjónustu sem ætlast er til.

Gangi þér vel.

bokhaskoalprent-ofan-post