Sparikrukkan 2017 – vika 27

Untitled-1

Kæru vinir,

Nú er vika 27 og við setjum 2.700 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 37.800 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að vera samferða í vinnuna. Margir samstarfsfélagar búa á svipuðum slóðum og geta lækkað eldsneytiskostnað um helming við að vera samferða í vinnuna. Margir skiptast á að aka en aðrir borga „bensínpening“.

Ef ég væri ríkur

Það er algeng draumsýn að miklar tekjur eða stór ávinningur geri okkur rík og hamingjusöm. En góð innkoma er ekki allur sannleikurinn. Ríkidæmi okkar mælist í hve mikið við eigum og virði þessara eigna.

Þegar við ráðstöfum ekki hluta tekna okkar til að byggja upp varasjóði og byggja upp eignasafn þá búum við til ákveðið, en oft ósýnilegt, óöryggi í fjármálum. Spenna og álag sem smitar út frá sér í daglegt líf og líklegt er að við festumst í hættulegri venju til að líða betur – við lifum hærra með tilheyrandi auknum kostnaði.

Ef við viljum verða ríkari þá þurfum við að horfa á hve mikið við höldum eftir. Hve mikið spörum við eða ráðstöfum skynsamlega til að auka tekjur í stað þess  að standa í stað eða stofna til skulda.

Hamingjan

Hamingjan mælist ekki í magni eigna eins og ríkidæmi okkar.  Ef við viljum auka hamingjuna þá skiptir máli í hvað við eyðum peningunum okkar.

Þegar við söfnum miklum eignum til þess eins að eiga þær gæti að fært okkur vanlíðan í stað hamingju. Við upplifum vissulega einhverja þægindatilfinningu við að eiga eða eignast hluti, en í vissum tilfellum getum við fengið aðra og meira gefandi upplifun ef við nýtum það sem við eigum til þess að lifa í stað þess að liggja á eigum okkar.

Síendurteknar áhyggjur og hrakfarir Jóakims Aðalandar gætu kennt okkur einmitt það að þótt þú eigir hálfan heiminn þá verðir þú ekki endilega hamingjusamari. Jóakim er oftar en ekki á nálum yfir að aðrir eignist það sem hann ýmist á nú þegar eða langar til að eiga. Ripp, Rapp og Rupp eru hins vegar dæmi um einstaklinga sem virðast njóta þess að fara með þegar Jóakim ferðast um heim allan í græðgi sinni.

Setjum peningunum markmið

Þegar við setjum okkur markmið um hvert peningar okkar eiga að fara þá er skynsamlegt að dreifa honum á marga sjóði. Aðalsjóðurinn er auðvitað fastar greiðslur um mánaðarmót og svo daglegt líf en svo þurfum við að velja hvað við viljum í okkar líf sem færir okkur hamingju. Neyðarsjóður til að mæta ófyrirséðum útgjöldum eins og tannviðgerðum eða bílviðgerðum og þá getum verið öruggari og rólegri. Ferðasjóð til að við náum að njóta sumarfrísins, eignasjóð til að kaupa bíl eða hús, og svo alla þá sjóði sem við vitum að muni hjálpa okkur að finna hamingju.

Það er talið til sparnaðar að borga aukalega inn á skuldir til að lækka þær hraðar. En eins og annað í fjármálum þá þurfum við að meta hvernig líðan það færir okkur. Færi skuldin okkur vanlíðan þá er ráðlegt að meta hvort hraðari niðurgreiðsla geti hjálpað okkur að komast í betri líðan.Við sumar aðstæður en einmitt ekkert betra að borga hraðar niður skuldir. Þá er betra að nota peninginn til að lifa og njóta og greiða afborganir skulda niður með eðlilegum hætti.

Ef þú eyðir þínum peningum bara til daglegrar neyslu og í afborganir skulda og átt ekkert afgangs til að lifa og njóta þá skorum við á þig að fara yfir fjármálin þín. Við skorum á þig að hagræða þannig að þú fáir meiri hamingju í daglegt líf.

panta-bok-fritt