Sparikrukkan 2017 – vika 24

bok-ofan-post

Kæru vinir,

Nú er vika 24 og við setjum 2.400 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 30.000 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að kaupa frekar almennar vörur í stað dýrari merkjavöru. Við eigum samt ekki að útiloka merkjavöru heldur spara hana og líta á sem verðlaun fyrir gott verk, verðlaun fyrir að spara.

Fræðsla vikunnar er um frestunaráráttu

Margir eru sífelt að gleyma að borga á réttum tíma og fá oft í magann þegar þeir uppgötva að þeir gelymdu að borga. Ein af ástæðunum er vani, við venjum okkur á að framkvæma seinna. Þegar við munum eftir reikningunum þá hugsum við um að greiða þá seinna, hættum að hugsa um það og gerum annað. Síðar fá um við hnút í magann þegar við munum eftir reikningnum.

Frestun án ástæðu er þegar við sleppum því að gera það sem við erum ekki vön að gera. Við viljum ekki stíga út úr þægindum okkar til að gera eitthvað sem okkur finnst óþægilegt eða skammarlegt. Óþægindin geta líka verið margs konar. Ekki bara óþægilegt að hafa samband við einhvern sem við skuldum pening heldur getur fólki fundist óþægilegt að borga. Margir upplifa eins og þau séu að tapa peningunum sínum og verði blönk seinna ef þau borga reikningana í dag.

Lausnin er skipulag. Skrá niður alla reikninga sem þarf að borga og skipuleggja hvernig og hve mikið má borga. Um leið og við getum séð bókhaldið og hvernig það mun ganga upp þá eigum við auðveldara með að taka ákvarðanir um að borga. Óttinn við að verða blankur í enda mánaðar er óþarfur ef við höfum gert góða áætlun og fylgjum henni. Takið alltaf með í skipulagið að það þarf að kaupa mat og aðrar nauðsynjar. Ef skipulagið er ekki að ganga upp þarf að velja reikninga sem við semjum um að greiða seinna eða í mörgum afborgunum.

namskeid