Sparikrukkan 2017 – vika 19

namskeid

Kæru vinir,

Nú er vika 19 og við setjum 1900 krónur í krukkuna góðu. Nú eiga því að vera samtals 19.000 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar: Fara vel með hluti. Þannig eigum við hluti lengur og þeir nýtast betur.

Áhyggjur af peningum

Það er ekki gott að fylgjast ekkert með daglegum fjármálum okkar en það er ekki heldur gott að hafa sífeldar áhyggjur af hver fjárhagsstaða okkar er. Kvíði og stöðugar áhyggjur af fjármálum geta líka skaðað fjármálin okkar þar sem við hættum að hugsa skipulega um fjármálin og líklegra verður að við tökum óskynsamar ákvarðanir byggt á áhyggjum okkar í stað upplýsinga.

Hugmyndafræði Skuldlaus.is byggir á að vita stöðu sína í fjármálum og taka ákvarðanir byggt á hvað við getum gert fjárhagslega og ekki síst tilfinningalega. Það er því jafn mikilvægt, stundum mikilvægara, að vita hvernig okkur líður með fjármálin eins og að vita hver fjárhgasstaðan okkar er.

Allar upplýsingar hjálpa okkur að fá betri yfirsýn yfir fjármálin okkar. Ef við höfum áhyggjur þrátt fyrir nægjanlegar upplýsingar er nauðsynlegt að ráðfæra sig og tala við einhvern um stöðu þína. Samtal við nákominn vin eða ættingja getur skipt öllu máli. Jafnvel þótt viðkomandi sé ekki sérfróður um fjármál getur samtal um áhyggjur þínar róað tilfinningar þínar og veitt þér tækifæri til að taka yfirvegaðar ákvarðanir.

Á næstu vikum munum við kynna Einkaþjálfun, fjarnámskeið í fjarmálum. Fylgstu með á Skuldlaus.is

panta-bok-fritt