sparikrukkan 2017 – vika 14

bok-ofan-post

Kæru vinir,

Nú er vika 14 og við setjum 1400 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 10.500 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að kaupa ekki í fljótfærni. 

Hugsaðu áður en þú kaupir. Ef þú ert með eyðsluáætlun þá er auðvelt að svara því hvort við eigum fyrir því sem við þurfum eða langar að kaupa.

Snjóboltaaðferðin

Í þessari viku brutum við 10 þúsund króna múrinn. Hingað til hefur sparnaðurinn aukist hægt, en það hefur tekið okkur rúma þrjá mánuði að komast í fimm stafa tölu. En hægt og rólega eykst vikuleg upphæðin og þá vex sparisjóðurinn okkar hraðar. Sparnaðaraðferðin okkar er sambærileg snjóboltaaðferðinni sem margir nota til að niðurgreiða skuldbindingar sínar  og lán hraðar en áætlað er.

Snjóboltaaðferðin virkar þannig að við greiðum allar afborganir okkar eins og áætlanir gera ráð fyrir en þegar lægsta skuldin er uppgreidd þá höldum við áfram að borga sömu heildarupphæð í afborganir en greiðum það sem áður var afborgun á lægstu skuld sem aukagreiðslu inn á næstlægstu skuldina. Ef heildarafborganir okkar eru 50.000 kr. og lægsta skuldin var 5.000 kr á mánuði, þá fer sá peningur nú í að greiða hraðar inn á næstu skuld í stað þess að heildarafborganir lækki í 45.000 krónur.

Meira um snjóboltaaðferðina hér

Vinir okkar hjá Spara.is aðstoða þá sem vilja nýta sér snjóboltaaðferðina til að greiða skuldirnar sínar hraðar niður.

Við minnum á facebook síðu okkar og biðjum ykkur að deila henni meðal vina.

namskeid