sparikrukkan 2017 – vika 11

bok-ofan-post

Kæru vinir,

Nú er vika 11 og við setjum 1100 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 6600 krónur í krukkunni.

Þessa viku eru önnur tímamót í sparnaðinum þar sem við höfum brotið 1000 krónu múrinn.

Sparnaðarráð vikunnar er að endurvinna eins mikið og hægt er.

Lykilorðin eru endurvinna og endurnýta.

Hægt er að geyma allan gjafapappír, sultukrukkur, poka í ölum stærðum, gúmmíteygjur, ísbox og þess háttar. Dósir og flöskur má selja í endurvinnslu og hluti sem við notum ekki og fylla skápa og geymslu má selja. Í greininni 20% af því sem við eigum motum við 80% af tímanum kemur einmitt fram að margt af því sem fyllir skápa og geymslur er aldrei notað og væri skynsamlegra að selja og fá fyrir það pening og búa til pláss.

Af hverju 100 kall á viku?

Eins og við höfum bent á áður þá erum við að venja okkur á að spara með því að auka sparnað um 100 krónur á viku. Það sem gerist oft þegar við venjum okkar á eitthvað nýtt er að aðrir hlutir fá minni athygli. Við gætum til dæmis verið að minnka nammipening til að auka sparnað. Sparnaður er einmitt bara eyðsla í okkur sjálf. Í stað þess að kaupa mér nammi eða einhverja aðra hluti í dag þá geymi ég peninginn og spara hann þar til síðar.

Ein ábending sem við fengum var að 100 krónu meiri sparnaður á viku er eins og að minnka reykingar um tvær sígarettur á viku. Við mælum því með að þú finnir þér eitthvað sem þú vilt minnka eða hætta og notir peninginn í staðinn til að spara.

Við minnum á facebook síðu okkar og biðjum ykkur að deila henni meðal vina.

Untitled-1