Sparikrukkan 2017 – vika 1

Untitled-1

Kæru vinir,

Velkomin í fyrstu viku sparikrukkunnar. Í þessari viku setjum við 100 krónur í krukkuna góðu.

Sparikrukkan er nú að fara af stað í fjórðja sinn. Hugmyndin er fengin frá Facebook færslu sem bandarísk kona birti í desember 2013. Margir hafa fylgt okkur öll árin og nýtt sér fræðsluna og sparnaðinn. Ef þú hefur fylgt okkur áður væri gaman að heyra frá þér hvernig hefur gengið og í hvað þú nýttir sparnaðinn.

Næstu 52 vikur munum við spara pening. Við munum spara 100 krónur þessa viku en í næstu viku þá bætast við 100 krónur og sparnaðurinn þá verður 200 krónur. Svo hækkum við sparnaðinn um 100 krónur á viku þar til við höfum sparað samtals 137.800 krónum í lok árs.

Þú getur skoðað yfirlit yfir vikulegan sparnað með því að smella á myndina hér til hliðar.

sparikrukkan
Smelltu til að stækka mynd

Þegar við byrjum að spara er tvennt mikilvægt. Við þurfum að setja okkur markmið og við þurfum að skipuleggja sparnaðinn. Markmiðin sem við setjum okkur í Sparikrukkunni eru í raun tvenns konar. Annars vegar setjum við okkur langtímamarkmið að spara í hverri viku næstu 52 vikurnar og hins vegar skammtímamarkmið um hvernig við spörum þann pening.

Skammtímamarkmiðin setjum við okkur til þess að geta endurskoðað reglulega hvernig við spörum og hvernig það gengur. Fyrsta verk okkar er að setja 100 krónur í sparikrukkuna. Þessi peningur hefur áður haft eitthvert verkefni. Flest okkar ná endum saman og eigum lítið milli handanna áður en við fáum greiddar tekjur um hver mánaðarmót. Fyrir okkur skiptir því máli hvert peningurinn fer og við munum finna fyrir því þegar við spörum. Þess vegna er mikilvægt að fara yfir fjarmálin og skipuleggja hvaða vörur eða þjónustu  við hættum að borga fyrir.  Það gerum við með því að skrá niður öll okkar útgjöld. Við skráum hjá okkur ALLT sem við notum peninginn okkar til, hvort sem það er að kaupa í matinn, borga reikninga, eldsneyti, afþreyingu eða gefa hann. Þessar upplýsingar notum við svo til þess að skipuleggja hvernig við spörum og hvernig það gengur.

Hægt er að sækja og prenta út eyðublað á www.skuldlaus.is/verkefni.

Verkefni vikunnar er því í stuttu máli:

  • Borga okkur 100 krónur (setja í Sparikrukkuna)
  • Skrá niður útgjöld alla vikuna

Untitled-1