Sparaðu við innkaupin

Untitled-1

Birt 26. janúar 2013 í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Tíu góð ráð

Sparaðu við innkaupin

Matarinnkaup eru stór hluti af útgjöldum flestra heimila á Íslandi.

Matarinnkaup eru stór hluti af útgjöldum flestra heimila á Íslandi.— Morgunblaðið/Eyþór
Kaupmáttur íslenskra heimila hefur ekki enn náð þeim stað sem hann var á mánuðina fyrir hrun. Þá er enn of stór hluti þjóðarinnar án atvinnu og því enn nauðsynlegra en áður að spara á þeim sviðum sem hægt er. Haukur Hilmarsson heldur úti síðunni www.
Kaupmáttur íslenskra heimila hefur ekki enn náð þeim stað sem hann var á mánuðina fyrir hrun. Þá er enn of stór hluti þjóðarinnar án atvinnu og því enn nauðsynlegra en áður að spara á þeim sviðum sem hægt er. Haukur Hilmarsson heldur úti síðunni www.skuldlaus.is þar sem hann kemur inn á mannlegri þætti fjármála og gefur fólki góð ráð. Hann fer m.a. inn á einfaldar leiðir til að spara við innkaup en þau geta verið drjúgur hluti í heimilisbókhaldinu.

Heilráð Hauks

1. Áður en farið er út í búð að setjast niður og ákveða hvað skal kaupa t.d. með því að fara yfir það sem þegar er til í ísskápnum og velja aðeins vörur sem vantar.

2. Allir ættu að gera innkaupalista áður en farið er út í búð og halda sig við listann í búðinni.

3. Velja sér lágverðsverslun í stað þess að skjótast alltaf út í næstu búð. Töluverður verðmunur getur verið milli lágverðsverslana og þeirra sem eru t.d. opnar allan sólarhringinn.

4. Ekki fara svöng að versla, þreytt eða stressuð. Það ýtir undir óskynsamleg kaup. Veljum okkur frekar góðan tíma til að fara og gefum okkur þá tíma í að kaupa það sem raunverulega þarf og vantar.

5. Gerum verðsamanburð milli verslana. Það getur verið gagnlegt að bera saman verð af og til á milli verslana. Þannig má t.d. kaupa dósamat, klósettpappír og álíkar vörur í meira magni þar sem þær eru ódýrastar.

6. Það er ekkert að því að fylgjast með tilboðum og gera góð kaup í fleiri en einni verslun.

7. Skoðaðu strimilinn. Til langs tíma má spara umtalsverðar fjárhæðir með því að skoða strimilinn. Því miður er oft munur, jafnvel mikill, á hilluverði og á strimli.

8. Ekki kaupa tískuvörur, skartgripi, úr, raftæki, húsgögn o.s.frv. á fullu verði. Lágverðsverslanir og „outlet“-verslanir selja sömu vörur á langtum betra verði.

9. Hægt er að gera góð kaup í jólagjöfum og leikföngum fyrir börn á útsölum eftir jól. Föt er hægt að kaupa á góðu verði þegar skipt er milli sumar- og vetrarvöru.

10. Notaðar vörur eru ekki endilega ónýtar. Til dæmis er Kolaportið eitt best geymda leyndarmál þeirra sem vilja spara.

Hlekkur á greinina í greinasafni Morgunblaðsins

bokhaskoalprent-ofan-post