Skuldlaus er fimm ára

namskeid

1. nóvember eru fimm ár síðan ég byrjaði að blogga og skrifa um fjármál og tilfinningar undir nafninu Skuldlaus. Á þeim tíma hef ég lært mikið um fjármál þá sértsklega þá staðreynd að fjármál okkar einstaklinganna eru mjög mikið tengd tilfinningum okkar.

Sú uppgötvun að við látum tilfinningarnar okkar stjórna fjármálunum er ástæða þess að ég fór að læra meira um hegðun okkar í fjármálum. Bankar, lánastofnanir, verslanir og sölumenn nýta sér þá staðreynd að við látum tilfinningarnar ráða þegar við kaupum. Þau nýta sér alls kyns aðferðir sem hafa áhrif á hegðun okkar og val. Meira að segja þegar við kaupum í matinn erum við ekki að taka rökstuddar ákvarðanir heldur er þar gamall vani á ferð. Tengingar við minningar og reynslu sem gerast á leifturhraða og hjálpa okkur að velja „rétt“.

Dagleg fjármál eiga það til að verða ósýnileg þegar við „venjumst“ þeim. Því oftar sem við verslum mjólk og brauð og sælgæti þá hættum við að taka eftir því hvað vörurnar kosta. Við borgum bara samkvæmt venju. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að læra á okkar eigin tilfinningar. Læra á hvers vegna við kaupum það sem við kaupum, hvers vegna við veljum eina vöru fram yfir aðra og svo framvegis.

20140918_201119Vinnubókin Betri fjármál sem gefin var út núna í september hjálpar okkar að skilja betur viðhorf okkar til fjármála og hjálpar okkur að sjá hegðun okkar. Betri hegðun leiðir síðan til betri fjármála. Vinnubókin er til sölu í Háskólaprent, Suðurgötu og kostar 3500 krónur. einnig er hægt að panta hana með því að senda tölvupóst á skuldlaus(hjá)skuldlaus.is

Ekki geyma það að bæta fjármálin

 

 

 

bokhaskoalprent-ofan-post