Skuldalækkun 101

Untitled-1

Byrjendaleiðbeiningar í  lækkun skulda

Skrifaðu niður tölurnar þínar

Það allra mikilvægasta þegar við snúum við blaðinu er að hafa yfirsýn yfir mánaðarlegar tekjur og gjöld.  Þannig getum við séð hverjar þarfir okkar eru, og hvað það kostar að lifa einn mánuð í senn. Eitt verkfærið er lítil dagbók sem þú skrifar ALLAR tölur niður, bæði tekjur og gjöld.  Ekki gleyma neinu.  Matar- og fatagjafir eru til dæmis tekjur. Stöðumælir og kaffibolli eða kókflaska eru gjöld o.sv.frv.  Um mánaðarmótin getur þú sest niður og reiknað saman mánuðinn. Þetta gerir þú um hver mánaðarmót.

Reiknaðu saman hve mánaðarlegur rekstur er mikill

Matur:_______________

Farartæki (bíll, strætó, o.sv.frv.) :_______________

Húsnæði:_______________

Fatnaður:_______________

Húsnæði:_______________

Annað:_______________

Samtals gjöld:_______________

Reiknaðu saman allar tekjur

Tekjur (laun, styrkir, bætur o.sv.frv.):_______________

Reiknaðu saman tekjur og gjöld

Samtals :_______________

Ef talan hér að ofan er í mínus þarftu alvarlega að fara yfir öll gjöld og skera niður þar sem hægt er til að komast í plús. Taktu eftir að þú gengur fyrir.  Til þess að geta greitt skuldir þarft þú að vera sjálfum þér nógur.  Það er mjög mannskemmandi að eyða öllu í skuldir og svelta svo sjálfur milli mánaða.  Oft er nóg að skera frá ónauðsynjar eins og auka sjónvarpsstöðvar sem lítið sem ekkert er horft á, snakk milli mála, velja ódýrari vörur en þó sambærilegar þegar verslað er í matinn, og svo framvegis. Skyndibiti er ótrúlega dýr miðað við heimalagaðan sambærilegan mat, t.d. pizzu. Mörgum kemur á óvart hve miklu er eytt í óauðsynjar á mánuði.  Prófaðu að reikna aftur saman mánuðinn, en sleppa öllu því sem er ónauðsynlegt.  Sjáðu hvort þú kemur út í plús.

Lifa í plús

Það er augljóst að ef þú ert ekki í plús um hver mánaðarmót, getur þú aldrei unnið þig upp úr skuldunum.  Ég mun fara nánar í það seinna hvernig hægt er að aðlaga og skera niður til að færa fjármálin í plús.

Ef þú kemur út í plús, höldum við áfram.

Reiknaðu saman hve mikinn pening þú átt

Tékkareikningar:_______________

Sparnaðarreikningar:_______________

Veskið:_______________

Sparibaukurinn:_______________

Annað:_______________

Plústalan eftir mánuðinn:_______________

(Ekki telja með lífeyrissparnað)

Samtals eign:_______________

Búðu til neyðarsjóð

Neyðarsjóður er varnaraðgerð gegn ófyrirséðum útgjöldum.  Þessa upphæð má í neyð nota til matarkaupa og nauðsynlegan rekstur heimilis.   Margir mæla með 100 þúsund krónum í neyðarsjóðinn, aðrir 50 þúsund fyrir fjölskyldu.  Finndu upphæð sem þú ert ánægð/ur með, og hafðu þessa upphæð á sparireikningi, alltaf, meðan þú vinnur á skuldum þínum.

Neyðarsjóður:_______________

Reiknaðu saman hve mikinn pening þú átt til að greiða skuldir strax

Samtals eign – (mínus) Neyðarsjóður = Upphæð til að greiða skuldir:_______________

Ef útreikningurinn að ofan er í mínus, þarftu að byggja upp neyðarsjóðinn þinn áður en þú ferð að greiða niður skuldirnar.  Haltu áfram að greiða lágmarks greiðslur af skuldum þínum, og einbeittu þér að því að byggja upp neyðarsjóðinn.  Þegar upphæð neyðarsjóðsins er náð, heldur þú áfram í að vinna niður skuldirnar.

Ef útreikningurinn að ofan er í plús, ertu með fjármagn til að greiða niður skuldir.

Búðu til lista yfir lánadrottna (reikningsstaða, vaxtaprósenta, Lágmarks greiðslur)

Kreditkort 1:__________    vaxtaprósenta:__________     Lágmarks greiðsla:__________

Kreditkort 2:__________    vaxtaprósenta:__________     Lágmarks greiðsla:__________

Kreditkort 3:__________    vaxtaprósenta:__________     Lágmarks greiðsla:__________

Bílalán 1:__________     vaxtaprósenta:__________     Lágmarks greiðsla:__________

Bílalán 2:__________     vaxtaprósenta:__________     Lágmarks greiðsla:__________

Námslán:__________     vaxtaprósenta:__________     Lágmarks greiðsla:__________

Yfirdráttur 1:__________    vaxtaprósenta:__________    Lágmarks greiðsla:__________

Yfirdráttur 2:__________    vaxtaprósenta:__________    Lágmarks greiðsla:__________

Húsnæðislán:__________    vaxtaprósenta:__________    Lágmarks greiðsla:__________

Annað:__________     vaxtaprósenta:__________     Lágmarks greiðsla:__________

Reiknaðu saman allar skuldirnar

Samtals skuldir alls:_______________

Ákveddu hvaða uppgreiðsluleið henti þér best

Markmiðið er að uppræta allar skuldir.  Og núna, í stað þess að hafa margar minni skuldir út um allt, hefur þú útbúið lista og reiknað saman eina stóra skuld.

Ef þú vilt tryggja að þú borgi minnstu vexti, raðaðu skuldunum eftir vaxtaprósentu.  Hafðu skuldir með hæstu vexti efst, og svo koll af kolli niður í lægstu vexti.  Til langs tíma mun þessi aðferð koma best út.

Ef þú vilt fá hvatningu af því að losna við lánadrottna, þá raðarðu skuldunum eftir upphæð þeirra.  Lægsta skuldin efst, og svo koll af kolli hærri skuldir.  Til langs tíma mun þessi aðferð kosta þig meira, en það er mjög jákvætt og hvetjandi fyrir þig að sjá skuldir hverfa fljótt af listanum.

Margir raða skuldunum upp eftir því hvaða skuldir pirra þá mest.  Þá eru þær skuldir sem eru mest íþyngjandi og pirrandi efst, og svo koll af kolli.  Þessi listi er bestur ef þú skuldar skattinum eða fjölskyldumeðlimum, og þú vilt losna fljótt við þær skuldir.

Ef þú ert í vanskilum með skuldir, skaltu umfram allt setja þær efst á listann.

Hættu að nota kreditkort og framlengja skuldum

Ef þú ert að losa þig út úr skuldum, átt þú ekki að fá lánaðan meiri pening. Hættu að nota kreditkort og greiddu upp kreditkortareikningana.  Ef þú verður að nota kort, sem ég mæli alls ekki með, notaðu það skynsamlega.  Fáðu lága heimild, skrifaðu niður alla kortanotkunina og greiddu upp reikninginn um hver mánaðarmót.

Borgaðu lágmark af öllum skuldum

Aldrei missa af lágmarksgreiðslum og alltaf borga á tíma.  Það er þér mikilvægt að standa í skilum.  Lágmarksgreiðslur eru eru umsamdar mánaðargreiðslur, til dæmis af bílaláni.   Ef þú getur ekki borgað lágmarkið, hafðu strax samband við viðkomandi og semdu.  Komdu öllu í skil.  Að vera í skilum, er nefnilega ekki bara að borga, heldur vera í sambandi og vera með allt á hreinu.

Greiddu umfram fjármagn inná efstu skuldina

Þú hefur nú þegar reiknað hve mikinn pening þú hefur milli aukalega handanna ánaðarlega til að greiða skuldir. Settu þann pening í efstu skuldina á listanum þínum.  Ef þú hefur nóg til að fullgreiða skuldina, fullgreiddu hana.  Ef þú átt síðan pening afgangs eftir það, settu það upp í næstu skuld.  Leggðu allan þennan aukapening í að greiða skuldir.  Þú vilt borga niður höfuðstólinn.  Hafðu samband við þá sem þú skuldar og spyrðu hvernig þú átt að fara að við að greiða niður höfuðstólinn á skuldinni.  Sumir taka aðeins við niðurgreiðslu höfuðstóls á gjalddaga, aðrir taka gjald fyrir.  Hafðu þetta á hreinu.

Losnaðu við lánadrottna af listanum þínum

Hvern mánuð heldur þú áfram að greiða lágmarksgreiðslu af öllum skuldum þínum og greiðir aukapeninginn inn á skuldina efst á listanum.  Með tímanum munu þeim fækka sem þú skuldar þegar þú fullgreiðir þeim skuldina til þeirra.  Hér byrjar aðal fjörið í þessu prógrammi.  Það sem áður fór í greiðslu efstu skuldarinnar bætist nú við þá upphæð sem er til ráðstöfunar um hver mánaðamót.  Með þessari upphæð getur þú greitt hærri upphæð inn á næstu skuld, og þannig greiðir þú hana hraðar niður.  Upphæðin til að greiða skuldir hækkar svo áfram með hverri fullgreiddri skuld þar til þú ert skuldlaus.

Byggt á grein á http://www.ncnblog.com ásamt viðbótum

bok-ofan-post