Reynslusögur ykkar

panta-bok-fritt

Við hjá Skuldlaus.is auglýsum eftir reynslusögum ykkar til að deila með öðrum sem eru að vinna sig út úr skuldum og erfiðri fjárhagsstöðu.

Mikil aukning hefur orðið á að fólk vinni sjálfstætt að því að bæta fjármálin sín og nýti hugmyndir eins og Skuldlaus.is hefur kynnt. Það er því mikill stuðningur fyrir alla að geta lesið reynslusögur og séð að aðrir hafa staðið í sömu sporum. Það er hvatning að lesa hvernig aðrir snúa vörn í sókn og lesa um hvernig aðrir gerðu sömu mistök og við og hvernig þeim tókst að vinna á þeim. Stöndum saman og deilum reynslu okkar með öðrum.

Reynslusaga þarf ekki að vera löng. Stutt saga um hvernig lífið var, hvað breyttist og hvernig staðan er í dag. Sagan getur verið um góð fjármál, slæmar ákvarðanir sem við snérum úr vörn í sókn, eða sögur um hvernig líðan breytist við að bæta fjármálin.

Taktu þátt í mannbætandi og skemmtilegu samfélagi okkar sem viljum betri fjármál.

Sendu söguna þína til skuldlaus(hjá)skuldlaus.is  Við virðum nafnleynd ef þú óskar þess.

bokhaskoalprent-ofan-post