Rafræn hjálpartæki

bok-ofan-post

Það getur reynst okkur ansi erfitt að leggja af stað í átt til skuldleysis þegar við höfum ennþá aðeins óljósa hugmynd um hvernig við gerum það.  Oftast finnst okkur bara að við þurfum að borga og borga en eigum erfitt með að sjá og finna peninga til þess að geta það.  Hvaðan kemur peningurinn, og eigum við peninginn til?

Niðurgreiðsla skulda tekur tíma.  Það er þess vegna sem það er mikilvægt að skrifa allt niður og hafa gott yfirlit yfir allar tekjur og gjöld.

Flestir bankarnir bjóða upp á ýmis konar rafræn verkfæri sem við getum notað til þess.  Ég mæli með öllu sem hjálpar okkur að fá yfirlit um tekjur og gjöld.

Excel skjalið Heimilisbókhald er einfaldur töflureiknir þar sem við skráum inn öll dagleg útgjöld, greidda reikninga og tekjur í einum mánuði í senn.

Þarna færðu yfirlit yfir  útgjaldaþætti heimilisins og skiptingu útgjalda. Þarna sérðu strax hve mikinn pening þú átt afgangs eftir útgjöld (ráðstöfunartekjur) sem er mikilvægt að vita.  En við erum fyrst og fremst að finna peninginn sem lekur út án þess að við veitum því næga athygli. Það er mikilvægt að finna lekann og stoppa hann.  Þessi leki er til dæmis aðeins of dýr matarinnkaup, skyndikaup, nammi, gos og annar ónauðsynlegur varningur og þjónusta.

Ég mæli með að þú fullnýtir Heimilisbókhaldið (Excel skjalið) og skráir þar allar tekjur og gjöld ársins, mánuð fyrir mánuð.  Mundu að skrá allt.  Fullkomin hreinskilni er eina leiðin til að finna allan peninginn og láta hann vinna fyrir okkur. Með slíku yfirliti getum við endurskipulagt útgjöldin okkar, fengið samanburð milli mánaða, og aðlagað fjármálin að okkar þörfum og óskum.

Flestir bankarnir bjóða líka upp á ýmis konar rafræn verkfæri sem við getum notað til þess.  Ég mæli með öllu sem hjálpar okkur að fá yfirlit um tekjur og gjöld.

Bankinn ætlar þetta stöðumat til þess að þú getir reiknað út greiðslugetu áður en ný lán eru tekin í bankanum, og finna laust fé til að leggja fyrir í sparnað í bankanum.  Við notum þetta til þess að finna allan peninginn, færa milli útgjalda, skera niður útgjaldaliði og hagræða til þess að greiða hraðar niður skuldirnar.  Besta vopn okkar er nefnilega að vera meðvituð um peninginn okkar.  Við viljum ráða hvert peningurinn fer og hvernig hann vinnur fyrir okkur.

Ef þú finnur fyrir kvíða eða ótta við að skoða eða vinna með þessum verkfærum, mæli ég með að þú leitir aðstoðar.  Það er engum gott að taka sig á í lífinu óstuddur og fullur kvíða. Þú getur haft samband við mig (Hafa samband)  og kynnt þér þá leið sem ég kaus til að ná tökum á fjármálunum, finna hamingju í lífinu, læra að lifa með skuldum, og læra að greiða þær niður, hratt og örugglega. Spara.is er einnig góð leið sem ég mæli með til að læra að lifa með peningum, ná tökum á skuldum og losna frá þeim.

Gangi þér vel

bokhaskoalprent-ofan-post