Óttinn við bankana

namskeid

Ég hef verið fastur í sömu hringiðu og flestir aðrir viðskiptavinir bankanna.  Ég hef óttast bankana og forðast þá eins og heitann eldinn.  Og þegar ég hef þurft að eiga samskipti við þá, fer ég eins og sauður leiddur til slátrunar.  Ég hef síðan reynt mitt besta, en oftar en ekki liðið verr þegar heim er komið.

Það sem ég vissi ekki er að ég var að reyna að semja með tilfinningunum mínum þegar ég átti að semja á með vitinu.

Fjármálastofnanir eru alltaf í viðskiptum, vitrænum aðgerðum þar sem áhætta af viðskiptum er metin og allt fer eftir reglum. En samskipti þeirra við mig eru síðan persónuleg og höfða til tilfinninga minna, t.d. græðgi, eignartilfinningu, ótta um afkomu, sektarkenndar.  Við höfum þjónustufulltrúa, sem er okkar persónulegi tengill við stofnunina.  Okkur er boðið í greiðslumat og leiðréttingar, persónulega.  Allt er sett fram persónulegar.  Þetta ruglar okkur í þessum samskiptum.

Ég hef fengið  bréf (hótun) frá fjármálastofnun þar sem fjallað er um að geri ég ekki neitt, verði umrætti mál sent í lögfræðing, og bréfið er undirritað: Með kveðju, Starfsfólk [fjármalastofnunarinnar]. Ég varð hræddur við þetta bréf. Hver er að senda mér bréfið?   Skulda ég öllu starfsfólki bankans útskýringar? Hvert sný ég mínum persónulegu samskiptum?

Þegar við erum drifin áfram af tilfinningum finnst okkr fyrirvarar vera stuttir og tímamörk þröng, og þá litum við allt dökkum litum.   Við fáum þá tilfinningu að allt sé okkur illfært, en síðan virðist fjármálastofnunin vilja hjálpa okkur og getur alltaf galdrað fram lausn, sem sjaldnast leysir okkar mál, en „reddar“ okkur.

Við erum mörg ekki góð í að eiga viðskipti af viti. Okkur er fyrirmunað að muna nokkuð nema helstu hefðir, lög og reglur fjármálaviðskipta.  Og meðan allir kepptust um kúnnann fyrir hrun, fylltist markaðurinn af alls kyns tilboðum, leiðum, reglum, tilboðum.   Og eftir hrun bankanna er allt að fyllast af „reddingum“, leiðréttingum, tilboðum, hótunum, greiðslujöfnunum, greiðsludreifingum, greiðslustöðvunum, frystingum, og ekki.  Við stígum núorðið varla fæti inn á fjármálastofnanir nema uppfull ótta.  Uppfull af skömm og tilfinningum um að nú sé eitthvað að falla á gjalddaga eða að eitthvað sé fallið og verði nú tekið frá okkur.  Við upplifum fáfæði, ótta, smæð og einmanaleika. Bankinn sem eitt sinn vildi allt gera er nú sem hungruð ófreskja.

Fáir tjá þessar tilfinningar af ótta við að sýna veikleika sinn.  Flestir reyna að hylja þær, og margir gera ýmislegt hugsanalaust til að þurfa ekki að sitja lengur í ótta og erfiðleikum.  Skrifa upp á eitthvað sem virðist ganga.  Það eru fáir sem taka samingana heim og fá rými til þess að losa sig við tilfinningar, og skoða sín mál með viti.

Ég vil hjálpa þér og kenna þér að hafa eðlileg samskipti við fjármálastofnanir.

Vinsamlegast lestu greinina Að hafa vaðið fyrir neðan sig og kynntu þér nokkrar leiðir til að sleppa tökum á tilfinningunum.

Hafir þú fleiri spurningar getur þú sent mér tölvupóst á haukur(hjá)skuldlaus.is

Einnig eru DA samtökin stórkostlegur vetvangur þar sem fólk getur komið saman og rætt tilfinningarnar sem það þarf að losna við, fengið stuðning og leiðsögn, svo það geti unnið sín viðskipti við bankann af viti.

Einnig ef þú veist um samskonar vetvang sem styrkir og leiðbeinir fólki á þennan mannlega hátt, láttu okkur vita.

Stöndum saman

Heimasíða DA samtakana á Íslandi http://daiceland.blogspot.com/

panta-bok-fritt