Nýtt útlit Skuldlaus.is

namskeid

Nýtt ár boðar nýtt upphaf. Við hjá Skuldlaus.is fórum í nokkrar áherslu- og útlitsbreytingar á heimasíðunni til að einfalda aðgengi að fréttum og fróðleik.

Krakkar og fjármál

Skuldlaus.is mun á næstu vikum opna sérstakan krakkavef þar sem við leiðbeinum börnum og foreldrum um hvernig við förum með peninga. Allar ábendingar og óskir um efni á krakkavefinn eru velkomnar og má senda á krakkar@skuldlaus.is

Sparikrukkan

Þáttakendur í sparikrukkusparnaðinum skipta nú hundruðum. Yfir fimmhundruð manns fá senda áminningu vikulega og rúmlega þúsund fylgja okkur á Facebook. Við vonum að allir fylgi okkur út árið og finni góð not fyrir sparnað sinn og þann fróðleik sem við munum deila með ykkur út árið.

Hægt er að skrá sig á póstlistann og fá vikulega áminningu og fróðleik hér: Skrá mig!!

Kær kveðja og góðan sparnað,

Skuldlaus.is

bok-ofan-post