Nýársheit: Bæta fjárhagsstöðuna

panta-bok-fritt

Vefsíðan Skuldlaus óskar öllum gleðilegs nýs árs og farsældar í komandi verkefnum.

Strax í janúar fara af stað fyrirlestrar og ráðgjöf fyrir þá sem settu sér nýársheit að laga til í fjármálunum. Farið verður yfir helstu ástæður þess að við endum sífelt í sömu sporunum og virðumst aldrei ná árangri. Einnig bjóðum við á nýju ári upp á einstaklings- og pararáðgjöf til að geta með skjótari og markvissari hætti náð tökum á grunnvanda fjármálana.

Mundu að skrá þig á Facebook-síðu okkar því í janúar fá margir heppnir vinir niðurfelld námskeiðsgjöldin eða fría einstaklings- eða pararáðgjöf.

Þegar nær dregur vori förum við að bæta við almennum upplýsingum um skuldsetningaleiðir, svo sem lán, skuldabréf, kreditkort og fleira, og leiðir til að komast frá þessum gerðum skulda.

Við tökum líka vel á móti hugmyndum þínum og ef það er eitthvað sem þú vilt fá nánari fræðslu um viljum við heyra frá þér.

Allar nánari upplýsingar má fá í tölvupósti eða síma 7719737

Hlakka til að vinna með ykkur að bættum fjárhag á árinu 2013.

Kveðja,

Haukur

bokhaskoalprent-ofan-post