Námskeiðið Betri fjármál fært til 28. apríl

Untitled-1

Námskeiðið Betri fjármál sem haldið verður í Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum (MSS) hefur verið fært aftur um 2 vikur, til 28. apríl.

Skráning er því enn opin en frestur til að skrá sig er til miðnættis 26. apríl.

Unnið er í verkefnabókinni Betri fjármál ásamt ýmis konar fræðslu um hegðun og viðhorf fólks til fjármála.

Námskeiðið hefst 28. apríl og er 6 vikna langt. Kennt einu sinni í viku frá kl. 17:30 til 19:00.

Námskeiðslýsing er á vef MSS: Betri fjármál – leið til betra lífs

Allar 6 vikurnar kosta 14.900 krónur og innifalið í verði er:

  • Verkefnabókin Betri fjármál (almennt verð 3.500 krónur)
  • Einn einstaklingstími með kennara (almennt verð 7.500 krónur)

Ef hjón skrá sig fá þau 15% afslátt og deila einni bók saman.

Hægt er að sækja um styrk vegna námsgjalds til fræðslusjóða stéttarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Kristinn í síma 412-5947 eða á kj@mss.is

skrá-mig-MSS

 

panta-bok-fritt