Næsti fyrirlestur í Virkjun Tómstundamiðstöð á Ásbrú

panta-bok-fritt

Fyrirlesturinn Lífið með Skuldunum verður haldinn næstkomandi föstudag í Virkjun, Tómstundamiðstöð á Ásbrú, Reykjanesbæ.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Fyrirlesturinn hefst kl. 11 og er í u.þ.b. tvær klukkustundir.

 

Nánar um fyrirlesturinn:

Hefðbundin fjármálanámskeið kenna okkur fjármálalæsi og hvetja til þess að ná tökum á fjármálunum svo okkur geti liðið vel. Haukur Hilmarsson ráðgjafi og höfundur www.skuldlaus.is hefur gagnrýnt þessa aðferðafræði og telur að í stað þess að einblína á að standa sig vel í fjármálum hafi vellíðan miklu meiri og varanlegri áhrif á fjármál fólks. Þess vegna hefur hann sett saman fyrirlesturinn Lífið með skuldunum þar sem hann kynnir hvernig þú leggur áherslu á að hugsa vel um þig svo þú getir síðan bætt fjármálin.

Á fyrirlestrinum er farið yfir tilfinningar og hugarfar gagnvart fjármálum og leiðir til að bregðast betur við þeim. Einnig verða kynntar nokkrar einfaldar aðferðir til að bæta fjármálin en þeim getumvið síðan beitt sjálf þegar heim er komið.

namskeid