Misnotarðu keditkort?

panta-bok-fritt

Orðið kredit kemur af latneska orðinu credere, að trúa. Það á vel við um kreditkort því þau eru fyrirgreiðslukort – við fáum lán sem við greiðum síðar. Margir nota kreditkort til ýmisa hluta dags daglega.  Flestir hafa góða stjórn á kortunum sínum og nýta sér ýmis konar afslætti og vildarkjör sem þeim fylgja og greiða svo lánið/reikninginn þegar hann berst. Margir lenda þó á einhverjum tíma í vanda með kreditkort og hluti þeirra eiga erfitt með að vinna sig út úr þeim vanda.

En hvenær erum við í vanda með notkun kreditkorta? Hvenær erum við í hættu með að missa stjórn?

Eftirfarandi spurningar hjálpa þér að finna svar við því.

 1. Lífið yrði erfitt ef kreditkortin yrðu tekin af mér.
 2. Ég borga reikningana upp á réttum tíma . En ég verð að nota kreditkort því ég verð uppiskroppa með pening áður en ég fæ útborgað.
 3. Ég væri alveg til í að taka eitt stórt lán til að borga allar kreditkortaskuldirnar mínar.
 4. Ég fæ venjulega lánað hjá vinum og ættingjum til að ná endum saman hvern mánuð.
 5. Þegar ég kem heim úr verslunum, þá fel ég það sem ég keypti til að fjölskyldan sjái það ekki.
 6. Staðan á sparnaðarreikningnum fer lækkandi og það er erfitt að spara pening.
 7. Ég get alltaf fundið leið til að geyma að greiða einhverja aðra reikninga til að geta borgað kreditkortareikninginn á tíma.
 8. Ég nota tvö kreditkort eða fleiri.
 9. Ég hef tekið út reiðufé af einu korti til að greiða af öðru korti.
 10. Kreditkortareikningurinn er meira en 20% af mánaðarlegri innkomu minni.
 11. Ég hef þurft að dreifa greiðslum yfir lengra tímabil.
 12. Einhvern daginn mun ég finna nægan pening til að greiða skuldirnar upp.

Niðurstaða:

Ef þú svarar sex (6) eða fleiri spurningum játandi ertu á leið í vandræði. Ef þú svarar níu (9) eða fleiri spurningum játandi ert þú í slæmum vandamálum og ættir að leita aðstoðar.

bokhaskoalprent-ofan-post