Meðvitundarleysi í fjármálum

Untitled-1

Frétt sem birt var á visir.is í dag um snertilausar greiðslur  vakti mig til umhugsunar um hvert tækni í fjármálum er að stefna. Að mínu mati eru snertilausar greiðslur þess eðlis að þær hjálpa okkur að aftengjast peningunum okkar, hjálpar okkur að missa meðvitund um hvert peningarnir okkar fara.

Einfaldar og þægilegar greiðslur

Fjármál eru bókhald, skipulag á verðmætum sem koma til okkar og fara svo aftur. Einföld plús og mínus stærðfræði þar sem markmiðið er að fá meira en fer frá okkur. En með aukinni tækni og þægindum hættir okkur til að missa sjónar á peningnunum. 95% af öllum peningum í hagkerfinu eru rafrænir. Laun okkar og tekjur eru millifærðar rafrænt á bankareikning og við útdeilum svo peningnum okkar í vörur og þjónustu með debit og kreditkortum. Við getum gert þetta án þess að líta nokkurn tíma á bankareikningana okkar. Af þessum sökum notar fólk í mörgum tilfellum engan pening, bara rafeyri gegnum kortafærslur.

Við þessar aðstæður eru mestar líkur á að við missum sjónar á peningunum og fjármálin fari að leka. Peningur fer óumbeðið frá okkur. Dæmi um algengan leka eru smáviðskipti og greiðslur af ýmsum toga. Hefðir og venjur sem við hættum að veita athygli. Nammi og gos, skyndibiti, og færslugjöld. Færslugjöd af debitkortum eru ekki há í hlutfalli við hvað við verslum en á einu ári geta samanlögð færslugjöld verið á bilinu 15 til 30 þúsund krónur á hvern einstakling.

Meðvitundarleysi

Yfirgnæfandi hluti þeirra sem koma til mín á námskeið og í ráðgjöf vita ekki hvað þau borguðu síðast þegar þau fóru út í búð, jafnvel þótt það hafi verið samdægurs. Margir geta sagt nokkurn veginn hve dýrt það var en enginn segir mér upp á krónu hvað innkaupaferðin kostaði. Þau fylgdu hefðinni, réttu fram kortið og afþökkuðu kvittun. Þegar við gerum eitthvað nógu oft verður það að hefð. Við treystum því sem við gerum og hættum að veita því athygli. Við venjumst því að lifa með ósýnilegum peningum. En hver stýrir þá peningnum okkar ef við gerum það ekki?

Bestu fjármáin eru upplýst fjármál

Þeir sem vita hvað kostar að vera til eiga miklu auðveldara með að skipuleggja framtíðina, eru  minna áhyggjufullir og eru 6 sinnum líklegri til að vera hamingjusamir einstaklingar.

Fyrstu skrefin má taka núna. Með því að byrja á að skrá daglega neyslu færð þú upplýsingar sem hjálpa þér að ná stjórn á peningunum þínum. Peningarnir hætta að „hverfa“ og þú færð vald til að ákveða hvert peningarnir eiga að fara.

Smelltu hér og taktu stjórn á fjármálunum

bok-ofan-post