Betri fjármál á 28 dögum

Fjármál okkar eru eins og fingraför. Ekkert okkar nýtir peningana sína eins. Leiðin að Betri fjármálum verður því persónuleg ferð þar sem hver og einn aðlagar nýjar venjur í fjármálum sínum að sér og sínu daglega lífi.

Verkfærið okkar er fjarnámskeiðið Betri fjármál sem við notum til að fá yfirsýn og til að ná stjórn á peningunum okkar á aðeins 28 dögum

Til þess auðvelda þér að upplifa Betri fjármál höfum við sett saman fimm spurningar sem hjálpa þér að ná yfirsýn yfir fjármálin og ná síðan stjórn á þeim.

Spurningarnar eru:

  1. Hvaðan koma peningarnir?
  2. Hvert fara peningarnir?
  3. Þurfa peningarnir að fara þangað?
  4. Viljum við að peningarnir fari þangað?
  5. Eru fjármálin að styðja við markmið okkar?

Betri fjármál breyta fjármálum þínum á 28 dögum

Þessir 28 dagar munu skila þér auðveldari og Betri fjármálum. Þegar þú hefur tekið þessi fyrstu skref verður mun einfaldara að fylgja áætlunum, þú hættir að lifa einn mánuð í einu og lærir að takast á við ófyrirséð fjárútlán.

Er Betri fjármál námskeiðið bara fyrir fólk í miklum fjárhagsvanda?

Nei. Betri fjármál er fyrir alla sem nota peninga.

Fjarnámskeðið Betri fjármál er byggt á verkefnabókinni Betri fjármál sem var skrifuð til að hjálpa fólki í fjárhagsvanda til að ná tökum á erfiðum aðstæðum en bókin er líka fyrir þá sem eru ekki í vanda. Í raun er Betri fjármal besta forvörn sem þú getur notað á fjármálin þín því þú getur brugðist við ef eitthvað kemur uppá. Það er líka auðvelt að spara og fjárfesta ef við höfum byggt upp Betri fjármál.

„Ég get ekki notað Betri fjármál. Ég er enginn viðskiptasnillingur“

Rangt. Við þurfum ekki að vera sérfræðingar til að sjá um fjármálin okkar.

Stundum finnst okkur fjármálin flókin og óyfirstíganleg og líður eins og að það þyrfti sérfræðing til að greiða úr flækjunni. Vissulega eru dæmi um samninga, vanskil, útreikninga og lagalega þætti þar sem við munum nýta okkur þekkingu sérfræðinga en almennt sé þá geta allir sem fylgja Betri fjármálum gert áætlanir um eigin fjármál og fylgt þeim.

Ég er með góð laun, ég þarf ekki Betri fjármál.

Rangt. Þegar vel gengur er nauðsynlegt að byggja upp Betri fjármál.

Þegar við lifum mánuð fyrir mánuð og náum endum saman án erfiðleika þá verða fjármálin sjálfvirk. Sjálfvirkni er ekki af hinu góða þegar um er að ræða fjármál heimilis og einstaklinga. Við þurfum að hafa stjórn á hvar og hvernig við notum peninginn svo hann nýtist okkur sem best. Versta staðan er þegar fólk veit ekki hvert peningarnir fara.

Smelltu hér til þess að fá svar við fyrstu spurningunni