Lætur þú tilfinningarnar sjá um bókhaldið?

namskeid

Þegar við gerum átak í fjármálum og skuldum er ekki nóg að vera með gott heimilisbókhald og skipulag. Við þurfum að gera ráð fyrir að sumir dagar verða erfiðir vegna álags, þreytu eða veikinda. Þá daga langar okkur frekar að gefa skít í markmiðin og vera góð við okkur. Lærðu að hafa hemil á tilfinningunum með meiri sjálfstjórn. Einbeiting og agi á tilfinningum skiptir máli fyrir fjármálin.

Grunnþáttur sjálfstjórnar er getan til þess að standast freistingar eða mótlæti. Jafnvel þótt einstaklingur sé með skýr markmið og fylgist mjög vel með fjármálunum þá þarf hann að búa yfir vilja til að framkvæma. Án viljastyrks eru fyrri þættirnir tveir, markmið og sjálfskoðun, tilgangslitlir.

Það er meira en bara að það ná markmiðum sem hefur áhrif á viljann til að framkvæma. Ytri þættir eins og dagleg störf og heilsa hefur áhrif. Þegar við finnum fyrir stressi, máttleysi og reiði minnkar viljinn. Undir slíkum kringumstæðum á einstaklingur erfiðara með að standast freistingar. Þá gætum við frekar gefist upp fyrir skyndilausnum til að losna við erfiðar tilfinningar.

Viljinn er sambærilegur við líkamlegan vöðvastyrk. Einstaklingur finnur fyrir áhrifum þess að færast nær eða fjær markmiðum sínum. Viljinn vex við árangur  en dvínar við náum ekki settu marki. Við ýmist upplifum ákefð, kæti og eftirvæntingu eða vonbrigði, reiði og sorg.

Þessar tilfinningar hafa áhrif á viljann til að framkvæma. Þegar okkur gengur vel að vinna á erfiðum málum eins og fjárhagsáhyggjum finnum við fyrir létti eða ánægju. Ef við erum ekki að ná að vinna okkur út úr vandanum verða tilfinningarnar ótti, sektarkennd eða kvíði.

Það er meira en bara að ná markmiðum sem hefur áhrif á viljann til að framkvæma. Ytri þættir eins og dagleg störf og heilsa hefur áhrif. Þegar við finnum fyrir stressi, máttleysi og reiði minnkar viljinn. Undir slíkum kringumstæðum á einstaklingur erfiðara með að standast freistingar. Þá gætum við frekar gefist upp fyrir skyndilausnum til að losna við erfiðar tilfinningar.

Við hjá Skuldlaus.is teljum mikilvægast að kunna að bregðast við áhrifum þessara tilfinninga og hugarfars. Við teljum það mikilvægara en að geta sett markmið og mælt árangur. Tilfinningar hafa meiri áhrif á viljastyrk en hinir þættirnir tveir og án viljastyrksins verða aðrir þættir ekki til gagns. Okkur mun skorta orku til að framkvæma og ná markmiðum og þá gefusmt við upp fyrir gamalli hegðun eða skyndilausnum.

Mikilvægt er að muna og treysta því að við getum endurnýjað viljastyrkinn með slökun eða hvíld og með því að borða hollan mat. Það er líka mikilvægt að eiga góða vini og ættingja sem veita okkur næga hvatningu sem dugar til að halda áfram að vinna að markmiðum.

 

bokhaskoalprent-ofan-post