Kvíði við peninga

panta-bok-fritt

Stærsta hindrun allra við að ná fjárhag sínum í betra horf er að taka fyrsta skrefið, að þora að viðurkenna vandamálið.

Kvíði er fyrirferðamesta vandamálið. Á meðan fjármálin eru aðeins reikningsdæmi, hvað kemur inn mínus það sem fer út, þá er óttinn og kvíðahugsanir honum tengar það sem dregur úr okkur mestan kraft og von. Við forðumst að ræða fjármál, fyrst út á við en síðan förum við að forðast maka og fjölskyldu. Óheiðarleiki fer að búa um sig og hann einnig hefur áhrif á kvíðann. Þegar hugur okkar tekur kvíðatilfinninguna og elur á henni förum við að spinna vef sem aldrei verður auðvelt að stíga út úr. Minningar og myndir vekja kvíða og hugurinn heldur þeim svo við þar til við brjótumst frá þeim. Margir jafnvel sökkva svo djúpt að sjá enga leið frá áráttuhugsunum um kvíða og hamfarir. Haldist þessi þróun óáreitt reynum við að flýja kvíðann og kvíðavekjandi aðstæður. Flóttinn getur verið vinnufíkn, spilafíkn, einangrun frá fjölskyldu, vinum og samfélagi, eða krefjandi áhugamál. Margir slaka á kvíðanum og deyfa til dæmis með áfengi og fíkniefnum. Hætta er á að fólk festist í þessum aðferðum og geri sig háð flóttanum, ánetjist áfengi og/eða fíkniefnum.

En það er nánast sama hve djúpt við höfum sokkið í kvíða og ótta við fjármálin, það má alltaf finna leiðir og betri líðan.

Kvíði er eðlileg tilfinning og þrátt fyrir aðferðir eins og þær sem ég nefndi hér að ofan munum við aldrei losna við kvíða. Og við eigum ekki að losna við kvíða. Kvíði er nefnilega sú tilfinning sem segir okkur að nú þurfum við að varast eða gera betur. Hvort við séum í hættu eða óörugg.

Lykillinn er að læra á kvíðahugsanirnar og ná yfirhöndinni, og það er auðveldara en margrir halda.

Nokkar aðferðir sem notaðar eru til að vinna sig frá kvíðahugsunum er að læra að þekkja kvíða og bregðast rétt við honum. Aðferðirnar eru margar og góðar en hafa ber í huga að þetta er eins og að læra að hjóla. Það þarf stuðning og það þarf æfingu.

Hér eru til dæmis spurningar sem hjálpa okkur að eiga við kvíðahugsanir:

  1. Eru hugsanir mínar staðreyndir eða hugarórar?
  2. Hvernig myndi ég ráðleggja besta vini mínum?
  3. Hvað er það versta sem gæti gerst?
  4. Hvað get ég gert við þessu?

Ég mun halda áfram að ræða um kvíða og uppfæri þessa grein með ráðum og dáðum.

Kv.

Haukur

bokhaskoalprent-ofan-post