Innkaupin gerð auðveldari

namskeid

Tvær skemmtilegar vefsíður á netinu sem nýtast okkur við að ráðstafa peningum okkar betur, og þægilega. Nú er ennþá auðveldara og skemmtilegra að búa til innkaupalistann fyrir matarinnkaupin.

Matseðillinn.is býður þér matseðla fyrir alla vikuna, og það hefur aldrei verið eins gaman og auðvelt að ákveða hvað verður í matinn hverju sinni.   Þú velur rétti vikunnar eins og á veitingastað og smellir á „prenta innkaupalista“.  Sparnaðurinn er fólginn í því að réttunum er raðað saman með nýtingu hráefnis í huga. Það besta fyrir mig er að það eru uppskriftir að öllum réttunum á vefnum.

Matarkarfan.is er auðveld leið til þess að nálgast og skoða tilboð í verslunum.  Auðvelt að gera verðkannanir áður en þú leggur af stað í búðina.

Untitled-1