Hvað segjum við börnunum?

bok-ofan-post

Fjármál eru mál allrar fjölskyldunnar. Þar sem samfélagið byggir á því að fólk fari á vinnumarkað og afli tekna þá verða allir undir áhrifum af fjármálum heimilisins. Ef tekjur lækka skyndilega þá hefur það ekki aðeins áhrif á foreldrana heldur einnig börnin. Þótt við segjum það ekki berum orðum þá finna þau fyrir því þegar við spörum pening og kaupum „öðruvísi“ mat en venjulega. Þau finna líka fyrir spennunni sem myndast þegar við höfum áhyggjur eða erum óörugg eða ósátt. Á sama hátt finna þau fyrir því þegar tekjur hækka.

Hvenær byrjum við að tala við börnin og um hvað?

Skuldlaus.is er að þróa verkefnið fjálmál unga fólksins. Þar byrjum við að tala við börn strax við þriggja ára aldur. Fyrstu skrefin eru einföld, aðeins sögur um hvaðan peningar koma og hvenig við hugsum vel um eigur okkar, leikföng, föt og matinn sem við borðum. Eftir því sem börnin eru eldri þá fá þau meiri fræðslu um fjármál og virði, fyrst í formi einfaldra leikja um virði en síðan með aukinni fræðslu og leikni sem styður við fjármálahegðun. Frá upphafi er hugmyndin að auka sjálfstjórn barna svo þau geti betur staðist freistingar og forðast hvatvísi í fjármálum sínum þegar þau stíga inn í fullorðinsárin.

Verkefnið er aðgengilegt á vefsvæðinu www.318.is

Við hvetjum foreldra allra barna á aldrinum 3 til 18 ára að kynna sér verkefni okkar og styðja við það með því að senda okkur reynslusögur eða spurningar um fjármál unga fólksins. Börn og unglingar eru líka velkomin að senda okkur spurningar og reynslusögur.

 

namskeid