Hvað eru vaxtabætur?

panta-bok-fritt

Hólmsteinn Brekkan skrifar:

Í stuttu máli þá er greiðsla á  vaxtabótum úr ríkissjóði, til einstaklinga vegna lána sem tekin eru til íbúðarkaupa,  staðfesting á að vextir á íbúðarlánum eru allt of háir og í raun óbærir.

Steingrímur Sigfússon fer mikinn í grein sem birt er á heimasíðu fjármálaráðuneytisins þar sem hann útlistar vaxtabótakerfið sem eina af grunnstoðum velferðarkerfisins og úrræði ríkisstjórnarinnar þar sem verið væri að koma til móts við skuldsett heimili.     http://www.fjarmalaraduneyti.is/radherra/fyrri_radherrar/oddny_g_hardardottir/nr/15211

Fátt er fjær sannleikanum en að vaxtabótakerfið sé hluti af grunnstoðum velferðar í landinu og því síður hannað til að koma á einhverskonar jöfnuði eða til móts við ofurskuldsett heimili.

Sannleikurinn er að vaxtabótakerfið, eins og það er útfært hér á Íslandi, er dulbúin millifærsla á fjármagni úr ríkissjóði inn í bankana gegnum einstaklinga. Vaxtabótakerfið er úflur í sauðagæru þar sem bönkum og fjármálafyrirtækjum er gert kleyft að viðhalda ofurvöxtum á utlánum bæði til íbúðarkaupa sem og á almennum fyrirtækja- og neytendalánum. Vaxtabætur vegna íbúðarlána til tekjulægri hópa samfélagsins gerir bönkunum kleyft að innheimta ofurvexti af þeim sem betur eru settir og „geta“ borgað. Þetta fyrirkomulag gerir að bönkum kleift að draga til sín stóran hluta af því umframfjármagni sem þeir betur settu í samfélaginu, millistéttin, hefði annars haft til ráðstöfunar í aukinn sparnað, uppbyggingar í nærsamfélaginu eða til aukinnar neyslu. Þetta kerfi hefur ekkert með samfélagslega ábyrgð að gera heldur er rækilega úpæld svikamylla til að hámarka hagnað fjármálafyrirtækjanna í þágu eigenda sinna.

Það markmið ríkisstjórnarinnar endurreisa stórgallað fjármálakerfi á kostnað heimilanna í landinu hefur gengið eftir og ekki annað hægt að segja að það hafi tekist með miklum ágætum að viðhalda ofurvöxtum og margfalda á örskömmum tíma hagnað einstaklinga í leynifélagi bankaeigenda.

Á hverju ári greiðir ríkisjóður um 20 miljarða til bankanna gegnum vaxtabótakerfið og varlega áætlað má því gera ráð fyrir því að bankakerfið nái óverðskuldað að draga að sér a.m.k. samsvarandi upphæð í formi ofurvaxta úr vösum millistéttarinnar og annara íbúðarlántekenda.

Vaxtagreiðslur heimilanna vegna íbúðarlána til fjármálakerfisins er um 80 miljarðar á ári, þar af eru um 20 miljarðar millifærðar úr ríkisjóði til bankanna gegnum vaxtabótakerfið og um 20 miljarðar í formi ofurvaxta.  Það má því leiða líkur að því að vextir á íbúðarlánum séu helming of háir þ.e. að hægt er að lækka vexti á íbúðarlánum um a.m.k. 50%.

Þessu dæmi er ekki ætlað að vera einhver vísindaleg úttekt heldur einfölduð mynd sem sýnir hvernig svikamylla vaxtabótakerfisins virkar og sýnir að verulegt svigrúm er til að setja vaxtaþak á íbúðarlán. Þar sem það er viðurkennd staðreynd að veitt íbúðarlán eru ein öruggasta fjárfesting sem um getur þá er eru vextir lágir og oftar en ekki setja sæmilega siðvædd stjórnvöld þak á þá vexti sem má leggja á íbúðarlán.

namskeid