Hvað er þetta fjármálalæsi?

Untitled-1

Fjármálalæsi er fyrir þá sem vilja hafa meiri tilfinningalegan og fjárhagslegan stöðugleika í daglegu lífi sínu.  Hvað á ég við með tilfinningalegum stöðuleika? Ég á við að hugsanir þínar og hegðun gagnvart peningum hefur áhrif á hverjar tilfinningar þínar gagnvart peningum eru. Ef við teljum okkur léleg í fjármálum, neikvæð og fylgjumst ekki með þá eru meiri líkur á að við verðum óörugg og kvíðin og forðumst að hugsa um og skipuleggja fjármálin. Fjármálalæsi snýst um að þekkja grunnatriði í meðferð peninga til að auka skilning okkar og auðvelda hugsun og hegðun gagnvart þeim .

Peningar er hluti af daglegu lífi allra, óháð hversu mikill eða lítill  hann er og því fylgir ábyrgð að nota hann. Til að nota peningana þína þarf samt ekki menntun eða gráðu í fjármálum, bókhaldi, viðskiptum eða hagfræði.

Meðferð okkar á peningum snýst ekki um annað en að vita eftirfarandi:

  • Hvert peningarnir fara
  • Hvernig, hvenær og hvers vegna peningarnir fara þangað
  • Hvort við veljum að peningarnir fara þangað eða hvort það er tilviljun

Þessi þrjú atriði eru fjármálalæsi

Skuldlaus.is bíður þér upp á hefðbundna aðferð til  að auka fjárhagslegt læsi.

Skilningur á fjármálum gegnum mannlega fjármálakennslu kemur frá grunnþáttum og á einfaldan hátt gerir fjármál meira aðlaðandi, auðveldari að vinna með og meiri líkur eru á árangri vegna þess að á frá þessu sjónarhorni er auðveldara að sjá hversu viðráðanleg fjármál eru. Fólk er líklegra til að reyna aðferðir sem líta út og reynast auðveldari en þær sem erfiðu og flóknu.

 

bok-ofan-post