Hvað er kaupæði?

panta-bok-fritt

Hvað eru hömlulaus kaup og eyðsla?
Fólk sem „missir sig“ eða kaupa sig “rænulaus”, fullnota heimildina á kreditkortunum eru oft með kaupfíkn, eða kaupáráttu.  Þau trúa að ef þau versla muni þeim líða betur. Kaupárátta og eyðsluárátta fær fólk almennt til að líða verr.  Þetta er sambærilegt annarri áráttuhegðun og hefur oft sama hegðunarmunstur og drykkjuárátta (Alkohólismi), spilafíkn og matarfíkn.

Kaupárátta getur komið upp í tímabilum, til dæmis í stressi og einmanaleika fyrir jólahátíðina í desember, og getur einnig birst þegar viðkomandi upplifir þunglyndi, einangrun og reiði.  Kaup og eyðsla mun ekki tryggja meiri umhyggju, byggja upp sjálfsmat, eða lækna særindi, eftirsjá, stress, og hin hversdagslegu vandamál.  Almenn mun það auka á þessi vandamál því aukin fjárhagsleg skuld hefur myndast við kaup- eða eyðsluæðið.

Hvernig get ég vitað hvort ég sé hömlulaus kaupfíkill?
Þegar kaupfíklar upplifa skort, versla þeir til að „lyfta sér upp“.  Þeir fara út að versla, komast á flug, eða upplifa “kikkið” rétt eins og matarfíkill eða alkohólisti.  Kaupfíkn virðist algengari hjá konum en körlum.  Kaupfíklar versla oft vörur sem þeir hafa engin not fyrir.  Desembermánuður og jólastressið getur vakið upp kaupfíkn sem ekkert ber á á öðrum tímum árs.  Margir kaupfíklar taka kaupæði allt árið og gætu verið með áráttu í til dæmis skó, búsáhöld, fatnað eða verkfæri.  Sumir kaupa hvað sem er.

Konur með kaupfíkn eiga oft hilluraðir af fatnaði og vörum ónotuðum og enn með verðmiðana.  Þær gætu farið í verslanamiðstöð til þess að versla tvo til þrjá fyrirfram ákveðna hluti og koma út með marga poka af varningi.  Í einhverjum tilfellum fá kaupfíklar “Black-out” og muna ekki eftir því þegar þeir keypu varninginn.  Ef vinir og fjölskylda kvarta yfir kaupunum, fara þeir oft að fela hvað þeir keyptu.  Kaupfíklar eru oft í afneitun á vandamálið.  Vegna þess þeir geta ekki greitt reikninga, til dæmis af  kreditkorti getur innheimta kröfuhafa haft lagaleg og félagsleg áhrif, og reynt mjög á sambúð eða hjónabönd.  Kaupfíklar reyna oft að fela vandamálið með því að taka á sig aukavinnu til að greiða reikningana.

Hvernig náum við tökum og bætum ástandið?
Það er mælt með því að kaupfíklar leiti faglegrar ráðgjafar eða leiti til sjálfhjálparhópa til að vinna á vandamálinu.  Áráttuhegðun á til að koma fram á mörgum sviðum, þannig að ef þú upplifir fíkn á borð við matarfíkn, drykkjufíkn eða spilafíkn, gætir þú einnig verið haldin/nn kaupfíkn eða skuldafíkn.

Hvernig forðast ég kaupæði?

  • Borga fyrir vörur með reiðufé eða debitkorti.
  • Útbúa innkaupalista og aðeins kaupa það sem er á listanum.
  • Klipptu öll kreditkort nema eitt, sem geyma má til neyðar.
  • Forðast rýmingarsölur og útsölur. Taktu með þér fyrirfram ákveðið magn af reiðufé til að eyða ef þú ferð á útsölur.
  • „Window shop“ eftir að verslanir loka. Ef þú ferð að “skoða” á opnunartímum, skildu veskið eftir heima..
  • Forðastu símasölur og ekki horfa á söluþætti í sjónvarpi.
  • Ef þú ert að versla gjafir, láttu pakka gjöfum inn, og láttu svo þar við sitja.
  • Ef þú ert að ferðast og versla erlendis, taktu aðeins með þér reiðufé, ekki kreditkort.
  • Farðu í göngutúr eða í ræktina þegar þú finnur þörf til að “versla”.
  • Ef þér finnst þú vera stjórnlaus, þá ertu það líklega.  Fáðu faglega ráðgjöf eða finndu stuðning hjá sjálfshjálparhópum, til dæmis Debtors Anonymous.

Gangi þér vel.

Þýtt af heimasíðunni: http://www.indiana.edu/~engs/hints/shop.html

bokhaskoalprent-ofan-post