Heimilisbókhaldið

Eitt af aðalverkfærum Skuldlaus.is er að halda utan um tekjur og útgjöld. Við gerum það með því að skrá hvaðan við fáum pening og síðan hvert hann fer.

Hlekkurinn hér að neðan er á excel skjal sem við höfum útbúið sérstaklega til að fylgjast með jafnvægi á milli tekna og útgjalda.

Skjalið er einfalt í notkun. Við skráum mánaðarlega tekjur (launaseðlar, bætur og allan pening sem við fáum) og útgjöld. Einfaldast er að safna kvittunum og skrá þær í skjalið. Fyrirfram ákveðnir flokkar búa svo til yfirlit sem þú getur notað til að endurskipuleggja dagleg útgjöld.

Þetta heimilisbókhald inniheldur líka áætlanir sem er nauðsynlegt að hafa þegar við snúum vörn í sókn.

Smelltu hér til að sækja heimilisbókhaldið:

Heimilisbokhald-skuldlaus-v1-3 (21.07.15)

Heimilisbokhald-skuldlaus-v1-4 (11.2.2018)

 

Skoðaðu einnig síðuna Leiðbeiningar fyrir heimilisbókhald Skuldlaus.is. Þar eru helstu upplýsingar og myndbönd sem hjálpa þér að byrja.

Ekki geyma það að bæta fjármálin.

 

manadarutgjold samantekt-man screenshot skipting-flokka yfirlit