Hátíð yfirskuldsetninga

bok-ofan-post

Þessa dagana eru verslanir að byrja setja upp á jólaskreitingar og þá vaknar jólahugur í fólki. En hjá mörgum vaknar einnig óhugur. Samkvæmt rannsóknum er mikill hluti allrar neyslu almennt drifinn af þrýstingi frá samfélagi og nánustu aðstandendum og vinum. Við viljum vera hluti af samfélaginu og um jól við viljum gefa flottar gjafir og slá í gegn, verða viðurkennd. Ef við þetta bætast þokukennd fjármál okkar þá er komin ástæða til að óttast yfirskuldsetningar.

Því miður þá er það orðin viðurkennd hefð að skuldsetja jólin. Alltof margir kjósa þessa leið að leggja á sig auknar skuldir til að líða betur um jólin. En þá vaknar spurningin um hvort okkur muni líða betur um jólin með auknum skuldum. Þarf að kaupa nýjustu tískugjafir, þarf jólamaturinn að vera samkvæmt dýrustu veisluuppskriftum, þarf að kaupa ný jólaföt?

Það er augljóst að ef stefnan er tekin á að yfirskuldsetja sig með þessum hætti þá eigum við við hegðunarvanda að stríða. Við erum að hlusta á tilfinningar okkar og þær yfirtaka skynsamar ákvarðanir okkar. Og það er bein tenging á milli þess hvernig við högum okkur í fjármálum og hvernig okkur líður. Því meira sem við skuldsetjum jólin því líklegra er að okkur líði almennt ekki nógu vel. Jólin eiga að bæta upp skort á tilfinningum.

Fólk á það til að kalla janúar og febrúar þunga vegna skammdegis en líklegra er að við séum föst í endurtekinni líðan og hegðun sem er afleiðing jólahátíðarinnar. Hegðun sem við erum svo vön að við tengjum ekki við hana.

Með því að hugsa fram í tímann og láta skynsemina ráða í stað hefðbundinnar hegðunar þá upplifum við stjórn á aðstæðum. Við fáum tækifæri til að eiga öðruvísi og skipulagðari jól og áhrifin vegna skulda og afborganna af þeim mánuðina eftir jól minnka eða jafnvel hverfa.

Áhyggjur af fjármálunum eiga ekki að liggja á okkur um jólin.

panta-bok-fritt