Frítt fjármálanámskeið í janúar

panta-bok-fritt

Áramótaheit Skuldlaus.is er fjármálanámskeið á netinu sérstaklega aðlagað að þeim sem vilja bæði bæta sig og fjármálin sín. Námskeiðið samanstendur af fræðslu á myndböndum og greinum og verkefnum. Eitt heimaverkefni er í hverri viku og heildarlengd námskeiðsins eru fjórar vikur.

Námskeiðið hentar öllum sem vilja bæta fjármálin en hafa ekki tíma til að sitja kvöld- eða helgarnámskeið. Þú einfaldlega vinnur verkefnin á þínum hraða og þínum tíma í tölvunni þinni.

Námskeiðið er byggt á verkefnabókinni Betri fjármál og af reynslu minni í ráðgjöf og kennslu síðastliðinna ára.

Í janúar var sérstakt kynningartímabil þar sem námskeiðið var opið öllum og að kostnaðarlausu.

 

Fjarkennsla - nýskráning

Untitled-1