Frelsi í fjármálum framundan

namskeid

financial-freedom- aheadFjárhagsáhyggjur og skuldavandi er vaxandi á Íslandi og nýlegar kannanir á vegum verkalýðsfélaga hafa sýnt að um 40% félagsmanna þeirra hafa fjárhagsáhyggjur. Í þessari stöðu finna margir til vanmáttar síns og fjármálin verða að skömm og leyndarmálum.

Það er allt annað en auðvelt að komast úr fjárhagslegri óreiðu og áhyggjum til fjárhagslegs jafnvægis. Ástæðan er ekki vanþekking eða skortur á upplýsingum því finna mál mörg hundruðir vefsvæða um betri fjármál og sparnað. Vandinn að framkvæma það sem boðið er uppá. Margir lifa í vanmætti og ótta gagnvart fjármálum sínum, jafnvel í mörg ár, lofa sjálfum sér og sínum nánustu bót og betrun en tekst aldrei að standa við það. Þegar við upplifum vanmátt sem þennan verður erfiðara fyrir okkur að ná markmiðum okkar. En það er til leið sem er öðruvísi en flest fjármálanámskeið bjóða.

Við tölum um fjármál á mannamáli

Þetta gerum við með því að hugsa um þig en ekki skuldirnar. Stærsta vandamál þeirra með fjárhagsáhyggjur er nefnilega ekki skuldin sjálf eða upphæðir hennar. Vandamálið er viðhorfið okkar gagnvart peningum og skömmin við að skulda. Flest okkar sem erum á þessum stað í lífinu erum haldin þeirri meinloku að lífið verði ekki gott fyrr en við skuldum ekki, og að við getum ekki fundið til hamingju fyrr en við erum skuldlaus og frjáls. Þess vegna göngum við svo langt að segja að á meðan markmið eru nauðsynleg eru þau ekki aðalatriðið. Að okkar mati er aðalatriðið að horfa á hvernig við náum markmiðum okkar og hvernig okkur líður á meðan við vinnum að þeim.

Við skorum á alla að kynna sér hvernig hægt er að ná betri líðan þrátt fyrir skuldastöðu og finna jafnvægi og jafnvel hamingju

Hamingjan er ekki skuldlaus – Hamingjan er núna!!

 

Haukur Hilmarsson

Ráðgjafi

www.skuldlaus.is

panta-bok-fritt