Fjármál á mannamáli

bok-ofan-post

Fjármál þurfa ekki alltaf að vera alvarleg og flókin mál eins og eftirfarandi orðskýringar sýna

 • Áhættufé: Fífldjarfar sauðkindur
 • Eigið fé: Kindur sem maður á sjálfur
 • Fégræðgi: Að vera einstaklega sólgin í kindakjöt
 • Félag: Lag sem samið er um kindur
 • Fjárhagur: Einhver sem er afar laginn við kindur
 • Fjárhagsörðuleikar: Einhver ólaginn með kindur
 • Fjárhald: Horn
 • Fjárhaldsmaður: sá er heldur í horn/hornin
 • Fjárhirslur: stíur í fjárhúsi
 • Fjárdráttur: Hrútum hleypt á ær
 • Fjárhæðir: Beitarland í hólum og fellum
 • Fárkrafa: Heimta lambkjöt í matinn
 • Fjármagn: Fjöldi kinda
 • Fjármál: Jarm
 • Fjármunir: Lausamunir í eigu sauðkinda
 • Fjárnám: Skóli fyrir kindur
 • Fjárútlát: Þegar ærnar eru settar út á vorin
 • Fjárveitingar: Þegar boðið er uppá sauðket í matarboðum t.d. þorrablót
 • Fjáröflun: Smalamennska
 • Fundið fé: Kindur sem búið er að smala
 • Handbært fé frá rekstri: Kindur sem menn hafa gefist upp á að reka og ákveðið að bera á höndum sér
 • Hlutafé: Súpukjöt
 • Hlutafjármarkaður: Kjötborð, frystiborð í kjörbúðum
 • Lausafé: kindur sem eru lausar á afréttinum
 • Opinbert fé: Kindur í eigu ríkisins
 • Sparifé: Kindum sem ekki er slátrað að hausti
 • Stofnfé: Fyrstu kindurnar sem maður eignast
 • Tryggingafé: Öruggt sauðfé
 • Veltufé: Afvelta kindur
 • Þjórfé: áfengisdrykkja kinda
 • Félagsskapur: Hópur syngjandi kinda

kind2

bokhaskoalprent-ofan-post