
Einkaþjálfun er fjarkennsla í betri fjármálum. Leiðsögn á netinu í almennum fjármálum, verkefni og fræðsla sem hjálpa þér að endurskipuleggja það sem þú gerir daglega í fjármálum. Markmiðið er að hjálpa þér að bæta fjármálin og líða vel á meðan.
Einkaþjálfunin er fjarnám á skólavef Skuldlaus.is. Hvert námskeið hefst fyrsta hvers mánaðar. Ef þú skráir þig í dag byrjar þú fyrsta næsta mánaðar.
Einkaþjálfun hentar vel því þú lærir þegar þér hentar.
- Þú horfir á fyrirlestrana hvar sem er í gegnum netið
- Þú horfir á fyrirlestrana á tíma sem þér hentar best
- Þú getur horft á fyrirlestrana aftur og aftur
- Verkefnin vinnur þú á eigin hraða og á eigin tíma
- Verkefnaskil eru einu sinni í viku
Nánar um námskeiðin:
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á helstu úrræðum til að bæta eigin fjármál. Litið er á samspil sálfélagslegra þátta og hvernig þeir hafa áhrif á hvernig fólk hagar stjórn á fjármálum í daglegu lífi. Einnig er fjallað um úrræði og leiðir fyrir fólk í fjármálavanda. Nemendur vinna með verkefni og greina hvernig þeir haga eigin fjármálum.
Umsjón og kennsla: Haukur Hilmarsson (haukur@skuldlaus.is).
Að loknu námskeiðinu skal nemandinn:
- Sýnt færni í að greina eigin fjárhagsstöðu
- Öðlast þekkingu á helstu verkfærum sem stuðla að betri fjármálum
- Öðlast þekkingu á samspili sálfélagslegra þátta og fjármálahegðunar
- Kunna skil á orsökum fjárhagsvanda einstaklinga og helstu kenningum um fjármálahegðun
Verð: 3990 krónur
Innifalið í námskeiðsgjaldi:
- Fimm vikna fjarkennsla
- Heimilisbókhald
- Aðstoð við gerð fjárhagsáætlunar heimilis
- Fjöldi fræðslumyndbanda
- Vikuleg yfirferð verkefna
- Eftirfylgd ráðgjafa
Lesefni:
Haukur Hilmarsson. (2014). Betri fjármál. Reykjavík: Háskólaprent.
Yfirlit kennslustunda
Kennsla fer fram í fimm lotum. Hver lota spannar vikutímabil. Nemendur vinna heimaverkefni samhliða þeirri vinnu.
Námskeiðslýsing (Birt með fyrirvara um breitingar)
- Kennslulota 1:
- Kynning á námsefni
- Venjur í fjármálum, Tilfinningar og fjármál
- Markmiðasetningar, Útgjöld, Verkefni í útgjaldaskráningu
- Kennslulota 2:
- Sjálfskoðun, útgjöld, fjárhagsvandi, tekjur
- Kennsluota 3:
- Viðhorf til fjármála, þarfir og langanir, Hegðun og líðan
- Aukaefni: Kauphegðun, sölusálfræði
- Kennslulota 4:
- Reikna saman tekjur og útgjöld, Útgjaldaáætlun, sparnaður
- Kennslulota 5:
- Viljastyrkur, Álag, kvíði, samningagerð
- Meira um útgjaldaáætlanir
- Skuldaúrræði
- Meira um fjármálahegðun
- Umræður í lok námskeiðs.