Fjárhagsleg ótrú

panta-bok-fritt

Fjármál geta verið tilfinningalega hlaðin og þá forðumst við að tala við aðra til að forðast tilfinningalegar uppsveiflur. Með öðrum orðum þá forðumst við að tala við fólk um fjármál ef það vekur upp erfiðar tilfinningar. Til dæmis ef við þurfum að svara spurningum maka um skuldir þá drögum við úr upphæðum eða ýkjum hvað við erum búin að greiða til að fá ekki skammir eða til að fela hve óskipulögð og gleymin við erum.

Hér eru nokkur dæmi um slík svör:

  • “Já, ég er búin/n að greiða þennan reikning”
    • sannleikurinn er að við gleymdum því eða frestuðum því of lengi.
  • “Já, við höfum efni á þessu”
    • sannleikurinn er að við munum finna leiðir til að redda þessu síðar.
  • “Mínir peningar eru þínir peningar”
    • Sannleikurinn er að við felum ýmis konar kaup og eyðslu fyrir maka okkar.

Fjárhagslega ótrúir einstaklingar eiga falinn bankareikning, kreditkort eða felustað fyrir reiðufé sem það notar í sjálfa sig án vitunda maka.

Í grunninn er öll þessi lygi og feluleikir afleiðing á okkar eigin óöryggi. Þar sem fjármál okkar eru mikið til byggð á hegðun þá birtist vandinn oft í fjármálunum og oftar en ekki verður það til þess að flækja málin. Lausnin er að tala saman og skoða hegðun okkar gagnvart maka og þeim sem við viljum treysta.

Untitled-1