Fátækt fólk

Þættirnir Fátækt fólk með Mikael Torfasyni á Rás 1 á laugardagsmorgnum hafa vakið upp ýmsa umræðu um fátækt íslendinga. Skuldlaus.is hefur fylgst með þáttunum en þeir sýna að okkar mati raunsanna mynd af fátækt á Íslandi. Til dæmis opna fyrir þá umræðu að fátækt er ekki eins og við kynnumst henni í sjónvarpsfréttum erlendis frá. Venjulegt fólk í fullri vinnu er ekki að ná endum saman og að láglaunafólk eyðir allt að 80% af tekjum sínum í húsnæðiskostnað og verða svo að berjast í kerfinu, sækja mat til Mæðrastyrksnefndar eða Fjölskylduhjálpar og neita sér um eðlilegan lúxus.

Feimni okkar um fjármál og fjárhagslega stöðu hefur unnið gegn okkur og falið hina raunverulegu fátækt. Við skorum á ykkur að hlusta á þættina hans Mikaels og opna augun fyrir því hvað fátækt á Íslandi raunverulega er. Opna augun fyrir því að tekjuhugsun hefur komið láglaunafólki á verri stað, í fátækt. Leiða hugan að því að útgjaldahugarfar eins og Skuldlaus.is kennir geti snúið hugarfari landsmanna og eytt fátækt á Íslandi.

Smellið á hlekkina hér fyrir neðan til að hlusta á þættina Fátækt fólk

1. Fyrsti þáttur: Korteri frá fátækt     
2. Annar þáttur: Fordómar gagnvart fátækum     
3. Aukaþáttur 1     
4. Þriðji þáttur: Öryggisnetið     
5. Fjórði þáttur: Fátæktargildran     
6. Viðtal við Báru Halldórsdóttir