Farsímafíkn

panta-bok-fritt

Grunnhugmyndin að baki símanum er að hann spari sporin þegar þú kýst að ná tali af einhverjum. Síminn er verkfæri sem veitir þessa þjónustu. Á sama hátt og að einhver geti valið að hringja í þig þá getur þú valið að svara eða svara ekki. Sem dæmi þá svara ég ekki ef ég er upptekinn. Ef ég er að tala við einhvern sem stendur fyrir framan mig þá er ég upptekinn. Sé ég á salerninu er ég líka upptekinn. Á þessum tímum vel ég að svara ekki kalli símans. Ég er upptekinn. Margir, og þá meina ég raunverulega margir, reiðast mér ef ég svara ekki. Sumir hringja oft, jafnvel fimm sex sinnum í röð í von um að ég svari. Þegar ég svara eða hringi aftur þá heimta þeir útskýringar á því hvers vegna ég svaraði ekki og verða óhressir ef ég segi satt og rétt frá. “Ég var að tala við annan” er til dæmis ekki gott svar fyrir marga, hvað þá ef ég svara bara með orðunum“ég var upptekinn”.

Það er í raun yfirlætisemi og frekja ef fólk reiðist mér fyrir að velja að svara ekki símanum. Það fólk er ekki að óska eftir samtali heldur krefjast þess að þeim sé sinnt. Þetta sama fólk fær kvíða og óþægindatilfinningu geti það ekki svarað símanum strax. Já, síminn er ennþá að hringja og fólkið er nú þegar komið með kvíðahnút í magann. Síminn stjórnar lífinu. Þau eru tilfinningalega háð símanum sínum.

Þegar þú sest inn í bíl þá athugar þú símann. Í vinnunni tekur þú þér pásu til að líta á símann, í lyftunni, í sófanum, fyrir matartíma, eftir matartíma, í miðjum matartíma athugar þú símann.

Þriðja algengasta fíkniefnið í heiminum í dag er farsíminn og sérfræðingar segja að það sé orðið erfiðara fyrir marga að sleppa takinu af símanum en öðru fólki. Svo er ekki nóg að vera háð símanum sem slíkum heldur eru nýju smartsímarnir að tengja sig með forritum sínum við allt okkar líf. Rúmlega millljón forrit til að geta notað símann til aðgerða sem þú ert fullfær um sjálfur. Nota GPS-carfinder forrit til að finna bílinn á morgnana (í sama stæði og þú leggur alltaf í), finna ódýrasta morgunkornið út frá strikamerki (sem síminn segir síðan að sé jafnvel í Wal-Mart í Arizona) ásamt svo mörgu tilgangslausu tímaeyðandi dóti. Í stað þess að hringja í vin þinn og spyrja hann beint þá spyrðu símann þinn hvar vinur þinn er staddur.

Á meðan síminn tengir okkur rafrænt við allan heiminn með símtölum, GPRS, SMS, MMS og jafnvel internettengingum, aftengir hann okkur raunverulega frá fólki sem við búum með og erum umkringd alla daga.

Ofnotkun farsíma er orðið félagslegt vandamál hjá þúsundum íslendinga rétt eins og aðrar fíknir. Með honum forðast notandinn persónuleg og bein samskipti og flýr veruleikann.

Erfitt að trúa þessu?

Ef þú horfir í kringum þig og fylgist með fólki má sjá mann á skyndibitastað tala í símann allan tímann meðan hann borðar. Í næsta bíl er kona að tala í símann og lítur ekki á eiginmann sinn sem situr við hliðina á henni. Unglingur með fjölskyldu sinni í heimsókn hjá ömmu situr yfir símanum sínum allt kvöldið og segir ekki eitt orð við þá sem sitja við hlið hans. Er þetta fólk svona upptekið eða er þetta fíkn?

Hér eru tíu atriði sem benda til símafíknar:

Það fyrsta sem þú skoðar á morgnana er síminn:Það að borða morgunmat og bursta tennurnar er ekki eins mikilvægt og að sjá hvað gerðist í nótt.

Það síðasta sem þú skoðar áður en þú ferð að sofa: Ef ske kynni að þú hafir fengið E-mail eða einhver póstaði á Facebook á þessum 30 sekúndum sem tók þig að fara undir sæng.

Þú skoðar símann á klósettinu: Á árum áður lásu klósettfarar blöð eða bækur á salerninu. Í dag situr fólk með BlackBerry, iPhone eða Adroid.

Þú tekur símann með í fríið: Einu sinni voru frí raunverulegur tími til að útiloka vinnu og áreiti. Ekki lengur.

Ef síminn bilar, týnist eða þú gleymir honum líður þér eins og að missa útlim: Þú upplifir ekki aðeins kvíða og innilokunarkennd, þú ferð á taugum.-

Þú tekur hann með í félagslífið: á spennandi bíómynd, háværum næturklúbb, jafnvel yfir rómantískum kvöldverði lítur þú á símann til að athuga E-mail, sms eða komment á status.

Þegar þú hittir annan sem á smartsíma talið þið ekki um annað: Með umræðum um allt frá nýjum forritum til bestu fylgihlutanna eru þessi samtöl alltaf spennandi og aldrei óþægilegar þagnir.

Þú getur ekki sleppt símanum lengur en í fimm mínútur: Þetta er stjórnlaus hegðun. Þú getur ekki hætt að athuga símann. Ekki einu sinni þar sem engin tenging er við símkerfi eða internet.

Ef engin nýleg skilaboð eru á skjánum ýtirðu þrálátlega á „refresh„: Eftir langan tíma án nokkurra tölvupósta og athugasemda ferðu að halda að síminn sé bilaður (kannski er það er ekki síminn sem er bilaður).

Þig verkjar í þumlana: Þú ert fljótari að skrifa á símann en á hefðbundið lyklaborð á tölvu.

Hún er orðið þreytt afsökunin að nýju símarnir auðveldi samskipti og vinnu. Því á meða atvinnurekendur gætu grætt á þessu er raunverulegi kostnaðurinn sá að margir geta ekki flúið vinnuna-aldrei!! Og allir minnka athygli á fjölskyldu og vini og skaða þannig samskiptin við þau. Svo ekki sé minnst á athyglisskort, jafnvel einangrun frá félagslífinu (Facebook er ekki félags-LÍF).

Kveðja,

Haukur

Untitled-1