Hvernig spara ég peninga?

þitt-alit

Svar: Við tökum aukapeningana okkar og leggjum þá inn á sparnaðarreikning eða geymum á öruggum stað.

Aukapeningur er allur peningur sem við notum ekki í mánaðarleg útgjöld og afborganir skuldbindinga. Þennan aukapening spörum við þangað til við veljum að nota hann.

Ef þú átt ekki aukapening þá þarftu að hagræða og endurskoða tekjur og útgjöld til þess að eignast aukapening. Hér á skuldlaus.is eru verkefni sem hjálpa þér að fá yfirsýn yfir hvaða tekjur þú færð og hver útgjöldin þín eru. Með því að endurskoða hvert peningurinn fer og hagræða í daglegum útgjöldum þá er hægt að taka til hliðar aukapeninga. Til dæmis ef þú hættir að borða sælgæti, hættir að kaupa skyndibita, eða segir upp sjónvarpsáskriftum og velur að geyma peninginn sem annars hefði farið í þessar vörur og þjónustu þá áttu aukapening til að spara.

Það er ekkert lágmark til fyrir hve hár sparnaður á að vera. Eina sem þarf er að taka aukapeningana og geyma þá – spara.

namskeid