Svar Tryggingastofnunar Ríkisins júní 2015:
Tekjum sem hafa áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun er skipt upp í fernt:
Atvinnutekjur (launatekjur)
- Tekjur úr lífeyrissjóði
- Fjármagnstekjur (vextir af bankabókum, arður af hlutabréfum, leigutekjur og fl.)
- Tekjur úr séreignasjóði.
Hér getur þú séð hvernig þessar mismunandi tekjur hafa áhrif: http://www.tr.is/media/fjarhaedir/Utreikningur-lifeyris-og-tengdra-bota-januar-2015_3.pdf
Í stuttu máli sagt þá má sá, sem fær örorkugreiðslur frá TR, hafa 1.315.200 kr. árlega í atvinnutekjur án þess að það hafi nokkur áhrif.
Sá hinn sami má hafa 328.800 kr. árlega í tekjur úr lífeyrissjóði án þess að það skerði.
Hann má jafnframt hafa 98.640 í fjármagnstekjur á ári.
Tekjur úr séreignasjóði hafa engin áhrif þannig að það er óþarfi að hugsa um þær.