Hvað má 75% öryrki hafa í heildartekjur áður en örorkubætur viðkomandi byrja að skerðast?

bok-ofan-post

Svar Tryggingastofnunar Ríkisins júní 2015:

Tekjum sem hafa áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun er skipt upp í fernt:

Atvinnutekjur (launatekjur)

  1. Tekjur úr lífeyrissjóði
  2. Fjármagnstekjur (vextir af bankabókum, arður af hlutabréfum, leigutekjur og fl.)
  3. Tekjur úr séreignasjóði.

Hér getur þú séð hvernig þessar mismunandi tekjur hafa áhrif: http://www.tr.is/media/fjarhaedir/Utreikningur-lifeyris-og-tengdra-bota-januar-2015_3.pdf

Í stuttu máli sagt þá má sá, sem fær örorkugreiðslur frá TR, hafa 1.315.200 kr. árlega í atvinnutekjur án þess að það hafi nokkur áhrif.

Sá hinn sami má hafa 328.800 kr. árlega í tekjur úr lífeyrissjóði án þess að það skerði.

Hann má jafnframt hafa 98.640 í fjármagnstekjur á ári.

Tekjur úr séreignasjóði hafa engin áhrif þannig að það er óþarfi að hugsa um þær.

Untitled-1