Hvað eru vextir?

bok-ofan-post

Vextir er gjald sem greitt er fyrir lán á fjármagni.

Útlánsvextir: Þegar til dæmis banki eða fjármálastofnun lánar einstaklingi pening þá greiðir einstaklingurinn útlánsvexti sem gjald fyrir lánið.

Innlánsvextir: Þegar til dæmis einstaklingur leggur pening inn á bankareikning þá er hann að lána fjármálastofnuninni fé sitt. Þá greiðir fjármálastofnunin innlánsvexti sem gjald fyrir lánið.

Lög um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.

bok-ofan-post