Hvað er varanlegur skuldavandi?

þitt-alit

Guðni J.Einarsson lögmaður gudni@versus.is svarar:

Skuldavandi er varanlegur, þ.e. útgjöld eru of há eða tekjur of lágar,  þegar ekki er hægt að bregðast við vandanum á raunhæfan hátt með hækkun tekna eða lækkun útgjalda.

Í þessari stöðu þarf að leita annarra úrræða. Það er ekki raunhæft að vinna langa vinnudaga og neita sér um eðlilega þjónustu eins og tannlækni eða sleppa því að versla föt og geta samt ekki náð endum saman eða greitt niður skuldavanda.

Fyrsta skrefið þarf alltaf að vera að fá heildarmynd af stöðunni, þ.e. nota verkefni Skuldlaus.is til að skrá tekjur, útgjöld, eignir og skuldir.

Hægt er að fá ókeypis greiðsluerfiðleikamat og ráðgjöf hjá Umboðsmanni skuldara, en sótt er um ráðgjöf á www.ums.is. Það sem ávinnst með slíku mati er í fyrsta lagi að ljóst verður hversu umfangsmikill vandinn er, í öðru lagi fær viðkomandi ráðgjöf um þær leiðir sem eru færar til úrbóta og í þriðja lagi eru kröfuhafar oft frekar fúsir til raunhæfra samninga þegar þeir sjá stöðu skuldarans svart á hvítu. Tilhneiging innheimtuaðila sem hefur ekki slíkt yfirlit er oft sú að knýja fram samning um hærri greiðslur en skuldarinn er fær um að greiða.

bok-ofan-post